Líf á Sigló

IMG 2359 (Medium)

Skrapp á Sigló í dag í sól og sumaril, það var mikil stemming í bænum eins og maður væri kominn bara mörg ár aftur í tíman hitti þar fullt af fólki sem var mér samferða á þessum síldarárum, bara ógleimanlegur dagur.


10 daga afmælisferð

Afmæliskakan í Hrýsey (Medium) (2)

Já Kallinn lagði nú bara í 10 daga afmælisferð. fyrst suður í Brekkuskóg til Guðmundar Rafs sonar míns og vinkonu hans og gerðum viðreisn þar í uppsveitum í 6.daga. þaðan lá svo leið niður í Grýmsnes í bústað sem Þorbjörg systir Lóu minnar og Önundur maður hennar eiga, þá byrjaði nú ballið á afmælisferðinni okkar hjónanna, Þá komu dætur mína Alda og Hófa Með Davið og Lóu Rós og fóru með okkur í óvissuferð alla leið til Vestmannaeyjar, Já ég hef aldrei stigið á land í Vestmannaey síðan 1958 þegar ég fór mína fyrstu vetravertíð með Esíunni aðeins 16 ára gamall.         já það breytist margt á hálfri öld og ferðin kringum eyjunnar var alveg toppurinn á þessari dásamlegu ferð enda veðrið sól og logn og 17 stiga hiti. Þegar ég kom heim þá tók Elsti sonurinn okkar og Eydís við Kallinum.  það var önnur óvissuferð í aðsígi út í Hrísey, Já sæll þar fæddist ég fyrir 70 árum eyjan skoðuð þriggja rétta máltíð á Brekku og Tónleika á eftir þeir voru nú ekki að verri endanum "Hundur í Óskilum"Frábær og góður endir á þessari Afmælisferð minni sem verður nú sennilega ógleimanleg og kannski aðal efnið í Æfisögu minni. 

 


Gleðilega Þjóðhátíð

IMG 9095

Til hamingju með daginn þeir sem kíkja hingað inn.


Fjör í firðinum fagra

IMG 2090 (Medium)IMG 2090 (Medium)IMG 2090 (Medium)

Já þetta er ekki apríl gabb: Skemtiferðaskip lagðist utan við Kleifar í Ólafsfirði með 100 farþega innanborðs og streim þeir í land á Gumí tuðrum í allan dag og sólin skein glatt og fjörðurinn okkar  iðaði að manlífi já það er gaman að fá svona heimsókn  og allir bæjarbúar að greiða götu  þessa frábæru farþega og gera þessa heimsók  farþeganna eftirminnalega í fyrðinum fagra


Fjölgun hjá IP7 Svanahjónunum

IMG 2073 (Medium)

Lokksins er að fjólga hjá þesum hjónum sem ég hef fylgst með undan farin 6.ár þau eru duglegri en margir brottfluttir Ólafsfirðingar að sækja okkur heim og finnst sennilega fjörðurinn fagri vera fallegri en á því stað sem IP7 fæddis í Bárðardal. veit ekki hvar hann náði sér í þennan fallega maka, held að það sé nú bóndinn sem hafi ráðið dvalarstaðnum. Enda friðsæll staður til að koma upp fallegri fjölskyldu hehehe.


Sjómannadagurinn.

IMG 1960 (Medium)

Sjómannadagshelgin í Ólafsfirði var með þeirri glæsilegustu sem ég hef séð í Ólafsfirði stanslaus uppákoma í 2. daga þetta var sko sannkölluð fjölskylduhátið. já þeir eiga nú þúsundþakkir fyrir sem stóðu vaktina að gera þessa  helgi svo skemmtilega að hún verði lengi í minnum höfð, meira segja veðrið lék við okkur líka,held að ekki sé hægt að toppa svona glæsilega sjómannahelgi.


Hornbrekka 30 ára.

cover 2 (Medium)

Dvalarheimilið Hornbrekka í Ólafsfirð var 30 ára 17.Maí í tilefni þess var stofnaður minningasjóður um Ágúst kolbein Sigurlaugssonar og gefin út mynddiskur af Skúla pálssyni í samstarfi við Kiwanisklúbbin Súlur í Ólafsfirði.

Ágúst eða (Gústi) eins og við í fyrðinum fagra kölluðum hann á skilið að við minnumst hans fyrir þau störf sem hann vann af mikilli samviskusemi fyrir klúbbin okkar og Sjónvarp Ólafsfjarðar.

Þar vann Gústi við frétta og þáttagerð til margra ára. Þessi DVD diskurinn sem kemur út er afrakstur samtarfs Gústa og Skúla.  Áhonum er nánast eingöngu efni tekið upp á Hornabrekku við ýmis tækifæri.

Góðir Ólafsfirðingar og velunnarar, það eru margar perlur á þessum 93. mínúta diski og hjá sumum munu ljúfsárar minningar fljóta um hugann.

diskurinn er til sölu hjá Kiwanisklúbbnum Súlur og fram á Hornbrekku og kostar 2900.kr

Allur ágóði af þessum disk rennur í þennan Minningarsjóð til styrktar vistmönnum á Hornbrekku þeir sem hafa áhuga á að eignast diskinn sem ég er ekki í nokkru vafa um, hafi samband við okkur í Síma 446-2371- eða 868-4705

Fyrir hönd Kiwanisfélaga  Jón H. R. Jóhannsson Forseti


Tónleikaferð Kirkjukór Ólafsfjarðar

IMG 1862 (Medium)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kirkjukór Ólafsfjarðar fór í tónleikaferð austur í Þorgeirskirkju og til Húsavíkur Sunnudaginn 6. Maí Ekki er hægt að segja annað en að sú ferð hafi gengið vel í alla staði, yndislegur söngur hjá kórfélögum og einsöngvara vorlögin fengu að flæða og vorið sungið inn hjá Þíngeyingum en grunur minn er sá að það hefði nú komist fleiri í kirkjuna  eða Hörpuna á . Húsavík.


Í heimsókn hjá Guðmundi Rafn í Vogum

IMG 1791 (Medium)

Við gömlusettin skruppum suður í fermingarveislu til Karels Bent Halldórssonar Barnabarni okkar í Grindavík en gistum hjá Guðmundi syni okkar í Vogunum.Við vorum dekruð og í mataboðum alla vikuna úff en alltaf gott að koma heim í fjörðin fagra.


Vetraríki

IMG 1790 (Medium)

 Það var Nú aldeilis blíðan í firðunum fagra í dag eftir leiðinda snjókomu undan farna daga og komin tími fyrir skíðaáhugafólk og vélsleðmenn spretta úr spori á Vatninu og upp á fjöll og njóta Sólarinnar í dag, enda nógur snjór fyrir alla sem stunda allskonar vetraíþróttir það gerist ekki betra á Tröllaskaganum til hamingju útivistarfólk. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband