Göngur

IMG 3680

 

 Göngur í dag  smalað var að austan í dag og rekið í gengum bæinn og réttað vestan við brú, og á morgun verður gengið að austan fjarðar, mikið fjölmeni var á ferðinni og tóku þátt í þessari uppákomu og ekki létu leikskólakrakkarnir sig vanta að koma lömbunum síðasta spölinn yfir Brúna og í réttina fyrir handan Ós.

Bætti við fleirum myndum í dag.

 

 

 


Heimsókn hjá IP7 hjónunum

IMG 3630Já það væsir ekki um Svanahjónin mín við stífluvatn á Skeggabrekkudal í dag Sól og logn og 17 stiga hiti í dag og golfvöllurinn skartaði sínu fegursta og fólk út um allan völl.

Þjóðhátíðardagur Ólafsfirði

IMG 3402 (Medium)

Þjóðhátíðardagurin á Ólafsfirði var bjartur og fagur 16-17 stiga hiti og glaða sólskín ekki oft sem þessi dagur skartar sínu fegursta hér norðan Tröllaskaga hann hefur nú verið með hefbundnu sniði undanfarin ár, eitthvað fyrir Börninn og ekki skemmdi nú veðrið fyrir gestum og gangandi í blíðunni sem allir nutu í dag. Tók nokkrar myndir af þessum fallega degi.


Máluð Listaverk á Sjóhúsinn

IMG 3379 (Medium)

Fagur fiskur í Sjó Verkefni sem Önnu Maríu Guðlaugsdóttir dreymdi um í mörg ár og varð að veruleika þegar hún flutti til Ólafsfjarðar síðastliðið haust. Með samvinnu erlendra listamanna frá Listhúsinu í Fjallabyggð,listamanna í Ólafsfirði,listnema frá Ólafsfirði við nám í Menntaskóla Tröllaskaga,listunnenda,ljósmyndara og annarra velunnara með styrk frá Menningaráði Eyþings hefur verkefnið hlotið byr og sigldi þöndum seglum af stað nú í Júní undir stjórn Önnu Maríu.

Vona þeir sem standa að þessu verkefni að þeim verði vel tekið af öllum í Ólafsfirði og að íbúar stoppi við og spjalli við þau um verkefnið þau þakka fyrirtækjum og öllum sem hafa hjálpað þeim að koma verkefninu á fullt skrið.


Sumardagurinn fyrsti

IMG 3249 (Medium)

Já þetta er bara snjór og það snjóar en, enn við erum ekkert að æsa okkur upp út af löngum vetri höfum séð það verra. maður hugsar nú að blessuð litlu lömbin sem eru að fara sjá nýjan heim verði ekki jafn hrifin af þessu kalda vori hjá okkur hér á norðausturlandinu vonandi sleppur þetta fyrir horn hjá flestum búsmalanum en það verður nú erfitt hjá sumum.


Snjóköttur í Aksjón.

IMG 3051 (Medium)

Það er nú ýmislegt sem maður sér á morgnanna út um eldúsgluggan hjá mér, en þetta faratæki átti ég nú síst von að bera augum upp á skaflinum vestan við húsið mitt Snjóköttur frá Björgunnarsveitinni Súlur frá Akureyri í startholunum að fara í æfingarferð. Ja hérna.


Snjófjöllinn við Aðalgötu 44

IMG 3026 (Medium)

Þetta hef ég nú aldrei séð fyrr 18 tonna ýta í 8.metra hæð frá jörðu vestan við húsið mitt að störfum við að moka snjónum sem kom af Aðalgötunni  okkar upp í himinháa fjallgarða.


Jólakveðja

 Kæru Ættingjar og vinir, við Lóa óskum ykkur gleðilegra Jóla og farsældar á nýju ári, ég þakka öllum fyrir innlitið hér á síðsta ári og vonandi verð ég virkari á næsta ári að koma til ykkar myndum og fréttum á þessu bloggi mínu úr firðinum fagra.gledileg_jol_1184813.jpg


Kveikt á Jólatré og Markaður

IMG 2835 (Medium)

Það var kveikt á Jólatréinu í dag og Úti og inni markaður í fullu gangi Jólasveinar komu Með stærsta snjóruðningstæki Fjallabyggðar Þvílík ófærð var á jólasveinunum að Helgi Reynir varð að koma með þá í bæinn heheheh.


Réttadagur í Ólafsfirði

IMG 2502 (Medium)

Það er nú nokkur ár síðan rétta var hér í bænum, en ég hef nú ekki farið á réttir síðan bæjarréttinn okkar var urðuð undir efninu sem kom úr Héðinsfjarðargöngum og síðan hefur nú verið réttað á Kálfsá og Reykjarétt og því farið fram hjá mér og kannski bæjarbúum líka þegar þessi gjörningur fer fram, það var ekki annað að sjá að margir voru á staðnum þegar kindarhópurinn rann inn í réttina sem var sett upp á gamla flugvellinum okkar og því stutt að fara fyrir gesti og gangandi fólk og taka þátt með hobbibænum hé í bæ og setja smá stemmingu í þennan réttardag í bænum okkar.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband