10 daga afmælisferð

Afmæliskakan í Hrýsey (Medium) (2)

Já Kallinn lagði nú bara í 10 daga afmælisferð. fyrst suður í Brekkuskóg til Guðmundar Rafs sonar míns og vinkonu hans og gerðum viðreisn þar í uppsveitum í 6.daga. þaðan lá svo leið niður í Grýmsnes í bústað sem Þorbjörg systir Lóu minnar og Önundur maður hennar eiga, þá byrjaði nú ballið á afmælisferðinni okkar hjónanna, Þá komu dætur mína Alda og Hófa Með Davið og Lóu Rós og fóru með okkur í óvissuferð alla leið til Vestmannaeyjar, Já ég hef aldrei stigið á land í Vestmannaey síðan 1958 þegar ég fór mína fyrstu vetravertíð með Esíunni aðeins 16 ára gamall.         já það breytist margt á hálfri öld og ferðin kringum eyjunnar var alveg toppurinn á þessari dásamlegu ferð enda veðrið sól og logn og 17 stiga hiti. Þegar ég kom heim þá tók Elsti sonurinn okkar og Eydís við Kallinum.  það var önnur óvissuferð í aðsígi út í Hrísey, Já sæll þar fæddist ég fyrir 70 árum eyjan skoðuð þriggja rétta máltíð á Brekku og Tónleika á eftir þeir voru nú ekki að verri endanum "Hundur í Óskilum"Frábær og góður endir á þessari Afmælisferð minni sem verður nú sennilega ógleimanleg og kannski aðal efnið í Æfisögu minni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband