Leikhúsferð hjá Kirkjukór Ólafsfjarðar

IMG 1759 (Medium)

Kirkjukór Ólafsfjarðar fór í leikhúsferð    inn í  Freyváng við Eyjafjörð á     Leikrítið "Himnaríki"   laugardaginn    25  Febrúar. Frábær    skemmtun   og  ég   skora á   sem flesta  norðlendinga sjá þetta  leikverk.     Enn     í     þessari     leikferð  okkar      var     komið     við     á     veitingastaðnum    Kaffikú  sem      er     rétt     norðan  við     Freyvang   og   borðað  þar   þetta  er stæðsta  og  tæknilegasta      fjós     á     landinu, Veitingarstaðurinn    er  í glerhúsi    yfir    fjósinu og    þar    sérð     þú    yfir     allt    fjósið.     fjósið     er    tölvustýrt og   sjálvirkir  róbótar    sjá um    fóðrun      og     allt     sem   við     kemur  í      þessu    stóra     fjósi.      Við   vorum    frætt um  af  veitingarstjóranum hvernig  þetta     stóra     og   fullkomna    fjós  virkaði     og    alla     tæknina    sem    er í     kríngum     þetta    stóra     bú.               Nú      seigi ég     látið    ekki      þennan     veitingarstað    fara    fram  hjá    ykkur    eigið    þið leið þar framhjá.   


Ýstölt og skeið á Ólafsfjarðarvatni

istolt2012 1 640

Skrapp í dag  fylgdist  með hestamönnum spretta úr spori á Ólafsfjarðarvatni   og þar mátti  sjá nokkra efnilega  hesta og knapa skeiða  eftir  ýsilögðu  vatninu í dag.Góð  tilbreyting í skammdeginu. Takk fyrir hestamenn.    


Þorrinn í fullum skrúða

IMG 1695 (Medium)

Já ekki vantar blíðuna hér í firðinum fagra og þá er bara að njóta hennar og koma sér út og ná sér í smá brúnku um leið og að hressa upp á sálartetrið í     leiðinni með hækkandi sól.


Laufabrauð upprunnið frá Ólafsfirði

Fann þessa skemmtilegu sögu um uppruna Laufabrauðs,eða rétta sagt "Laugabrauðs" Eftir Gísla Gíslason.

Nokkru áður en Ísland "fannst"sem kallað er,af Ingólfi nokkrum strokumanni frá Noregi höfðu sest að og hafið byggð á Íslandi norðanverðu menn sem enginn veit hvaðan komu.Talið er þó vegna hárrar greindarvísitölu og gjörvuleika þeirra að þeir seu ekki af öpum komnir eins og aðrir sem jörð þessa byggja, Tilgátur eru á lofti um að þeir seu komnir langt að,jafnvel frá fjarlægum sólkerfum. Þessir menn settust að í frjóum og afskekktum firði sem þeir nefndu Ólafsfjörð eftir foringja sínum Ólafi Bekk. Ólafur þessi átti konu eina,mikin skörung og fyrirmyndahúsmóður. Barmfögur var hún og góður kokku. Hugsaði vel um bónda sinn ,hlúði vel að honum í mat sem og í rekkju. Síðan hefur ekki fæðst kona á jörðinni sem náð hefur að sameina alla þessa kosti. Konan hét Laufa. Seinna umbraust f-ið í nafninu Laufa í G. og þaðan  er nútíma nafnið Lauga komið. Þetta merka brauð ætti því að heita Laugabrauð í dag. En nóg um það.  

Eins og áður er getið var Laufa þessi góður kokkur,eldaði og bakaði ýmislegt er þeir sem síðar komu til landsins höfðu aldrei séð hvað þá smakkað og var af því tengt jólahátíðinni. Enginn vissi reyndar í þá daga af hverju þeir voru að halda jólin hátíðleg. Brauð var steikt um jól og borðað með jólamatnum ásamt öli sem karlmennirnir brugguðu,sagt er að þegar Ólafur hafi verið orðin hýr og teitur mjög á jólum,hafi hann étið manna mest að kjöti (hefð var fyrir því að borða hangin Skarf á Aðfangadag) og meðlæti (soðnar karöflur Með Njólauppstúf), en best þótti honum samt þunna brauðið er elskuleg Laufa hans hafði steikt uppúr feiti og hafi það klárast fyrst allra kræsinga af borðum. Það eina sem Ólafi fannst betra en Laufabrauðskaka með sméri,voru tvær Laufabrauðskökur með sméri. Þegar lbrauðið kláraðist kallaði Ólafur hátt og hvellt svo heyrðist til næstu húsa, "Laufa brauð,meira brauð" komdu með brauð kerling.

LaufabrauðLaufabrauð

Urðu konur í næstu húsum mjög forvitnar og langaði að vita hvernig það brauð væri sem Ólafur kallaði svo hátt á og fóru heim til þeirra hjóna og sögðu "af hverju kallar hann Óli alltaf Laufa-brauð Laufa-brauð"? var þeim sögð sagan og báðu þær Laufu þegar um uppskriftina og var það auðsótt mál,ef þær lofuðu því að enginn utan bæjarins fengu nokkurn tíma að sjá hana, þær lofuðu því og nefndu brauðið "Laufabrauð" eftir kalli Óafs.

Seinna þegar Ísland var albyggt kvissaðist það út að á Ólafsfirði væri til sérstök tegund brauðs er borðað væri á jólum eingöngu og þætti. þingeyingar vildu gjarnan komast yfir uppskriftina og eigna sér hana enda manna ánægðastir með lífið og þykjast gjarnan upphafsmenn alls. Til dæmis þegar Kaupfélag þingeyinga var stofnað fyrst allra kaupfélaga á Íslandi að þeirra mati, var kaupfélag Ólafsfjarðar löngu komið á hausin. Þingeyingar gerðu út leiðangur til Ólafsfjarðar og stálu uppskriftinni af gamalli ekkju-lasburða-en þegar þeir rifu blaðið úr uppskriftabókinni hennar varð setning neðst þar sem stóð"kúmen eftir smekk" þess vegna sjá menn að upprunalegt Laufabrauð er með kúmeni en önnur ekki Þingeyskt Laufabrauð er því bara plat. Viljurðu fá ekta Laufabrauð veru þú að snúa þér til einhvers  góðs Ólafsfirðings sem gerir brauðið upp úr uppskriftinni hennar Laufu gömlu.  Til gamans má geta að bróðir Laufu var Skarphéðin Skata- hann fann upp skötuna. Ýmsa aðra siði sérstaka höfðu Ólafsfirðingar á jólum . Skal hér eitt dæmi tekið til gamans í lokin. Til að skemmta börnum sínum um jólin var sú nýbreitni tekin upp er fólk af öpum komið fór að setjast að í nálægum byggðum að farinn var leiðangur til bæjar eins skammt frá, er Akureyri hét. þar voru fengnir nokkrir sveinar (oftast 13) að láni til að skemmta krökkum Ólafsfirðinga, þar sem fólk það  er á Akureyri bjó þótti mjög skrítið og sérkennilegt og ekki þótti það beint stíga í vitið og því tilvalið skemmtiefni. Eftir ein jólin voru sveinar þessir sendir í firsta skipti einir heim gangandi yfir fjöllin, sem vita mátti rötuðu þeir ekki heim, villtust á fjöllum og eru þar enn. þeir koma þó til byggða einu sinni á ári um þetta leiti árs og litlu börnin kalla þá Jólasveina. 

Ég kalla þá bara Akureyringa.

 

 PS. Eftir að hafa lesið þessa grein kæmi mér ekkert á Óvart að Bústýran mín væri eitthvað skyld henni LAUFU GÖMLU



Snjóbyssur í Tindaöxl

IMG 1562

. Lokksins Lokksins. Allt að gerast í Tindaöxl Nú er verið að koma upp 2. snjóbyssum við skíðasvæði okkar, verið grafa fyrir vatnsleiðslum og koma rafmagni í jörðu, vonandi geta Ólafsfirðingar og gestir byrjað að bruna niður fjallið löngu fyrir jól og hvort það verður gerfisnjór,eða 0rginal kemur í ljós. hver skyldi trúa því að við þirftum að framleiða snjó hér á Tröllaskaganum  til að komast á skíði yfir veturinn. "Kannski fer allt á kaf í vetur" og við þurfum ekki að búa til snjó. hehehe


Svanurinn IP7.

img_1085.jpg         

Gísli Kristinsson sendi smá fyrirspurn til Ævar Petersens varðandi Álftina IP7. sem hefur verið í og við Ólafsfjörð frá 2005.     Hér að neðan er svarið frá honum.

Þakka þér fyrir erindið og kynninguna á Heimasíðu.

Gísli Kristinsson hefur tilkynnt mér um Álftina IP7 árlega,firrst árið 2005. Fuglinn ber málmmerkið Reykjavík A5992 og er það aðalmerkingin. Málmmerki eru notuð til að merkja fugla (og sér Náttúrufræðistofnun Íslands um þær merkingar, sjá á Heimasíðunni okkar http://www.ni.is/dyrakuf/fuglar/fuglamerkingar/ . Á þeim er númer sem er einkvæmt og enginn annar fugl ber, einnig addressa hvert á að senda upplýsingar ef fuglinn finnst aftur. Litmerkið er aftur á móti sett þegar um sérstakar rannsóknir er að ræða en þá er unnt að lesa kóðann á merkinu úr fjarlægð og þarf ekki að fanga fuglinn. Lengi er búið að vera samstarf milli NÍ, tveggja íslenskra merkingamanna og wildofwl and wetlands Trust í Bretlandi (fuglagarður og rannsóknarstöð sem peter scott stofnaði fyrir 60 árum) um litamerkingar á álftum. Þær fara einkum fram í Skagafirði, í S-Þingeyjarsýslu og á jökuldalsheiði.

Álftin Reykjavík A5992+IP7 er einmitt af öðrum ofangreindra merkingamanna, Sverri Thorstensen kennara á Akureyri. Fuglinn sem er karlfugl var merktur sem ungi við Grjótárgerði í Fnjóskádal 3.ágúst 2002 svo hann er orðin 7.ára í ár (innskot.9.ára í dag) Fuglinn hefur verið tilkynntur verpandi á Ólafsfjarðavatni síðan 2005 en það hefur líklegaverið fyrsta árið sem fuglinn varp, þá 3.ára. Íeitt sinn hefur hann sést að vetralægi, þá á Mývatni 8.Janúar  og var makin með honum og 2. ungar frá sumrinu 2008.Fjölskyldan hefur því haft vetrasetur hér á landi veturinn 2008/2009 en flestar ´Slenskar álftir halda til Bretlands á veturna.

Einn þáttur í ransóknum með Bretum er að festa gervitunglasenda á Álftir og filgja þeim eftir milli varpheimkynna og vetrestöðva. Nú í sumar koma hingað til lands nokkrir Bretar einmitt í þeim tilgangi að setja slíka senda á álftir, það hefur verið gert áður, t.d vetur í Bretlandi, og má finna upplýsingar um ferðir Fuglanna á netinu, sjá heimasíðu WWT http://www.wwt.org.uk/researcking/maps.as.

Gaman er að sjá áhugann í að koma upp heimasíðu um fugla. Óska ég ykkur til hamingju og gangi vel. þarna eru áhugaverðar upplýsingar um fugla í Ólafsfirði en því miður hefur hingað til næsta lítið verið skráð og birt um fuglalífið á ykkar slóðum.


Sumarið komið

IMG 1121

Skruppum sveitahríngin ég og barnabarnið mitt Markús Már Halldórsson og myndatökumaður hjá Afa. það var ekki annað að sjá en að það væri komið líf svetabúskapin hjá hobbíbændum hér og burður að baki og Mófuglarnir að koma sér fyrir eftir kuldahretið sem eflaust hefur trublað allt úti vorlíf hjá skepnum og fuglum og gróðri. vonandi verður þetta kuldahret ekki til að valda neinu skaða hér því þetta er ársviðburður hjá okkur, en kom frekar seint eftir góðvirðiskafla sem var búin að vera á undan.


Óvenjuleg páskahelgi í fjallabyggð Eystri

IMG 1016

Það viðraði vel um Páskahelgina í firðinum fagra enn það vantaði snjóinn okkar, það hefur nú ekki skeð síðan ég kom hingað að ekki væri hægt að fara á sleða við bæjarmörkin eða á skíði, það er mikil breyting hér að okkur finnst, en sumir eru bara ánægðir með þetta tíðarfar og vona að nú sé sumarið að skella á með sínum góðviðrisdögum og logninu sem einkenni þennan fallega fjörð okkar. Enn þegar flatlendingarnir okkar koma í heimsókn og engin snjór þá er bara að taka fram önnur faratæki og njóta náttúrunnar á örðuvísi hátt, þökk sé dóttir minni og Tengdasyni að eiga þessa gæðinga til að lífga upp á tilverunna hjá páskagestunum okkar þetta árið og fara með þá í reiðtúra um fjörðin fagra.


Fjölgar í Fjallabyggð

IMG 0994

Já nú er vorið komið og Sumardagur fyrsti á næsta leiti farfuglarnir farnir að tínast á svæðið ég hef nú aldrei séð svona marga svani koma hingað eitthvað eru nú þetta fuglar frá fyrra ári ekki alveg búnir að ná sínum rétta lit en þegar þeir voru flestir taldist mér þeir vera 32 þeir voru hér á hverri Tjörn að hvíla lúin bein eftir langt flug undafarna daga.


Gamla Kaupfélagið

IMG 0978

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Enn eitt húsið að hverfa, Já nú er búið að taka ákvörðun að rifa þetta hús á næstunni. Margar gamlar og góðar minningar átti maður á æskuárunum í þessu húsi bæði þegar það var Kaupfélag Ólafsfirðinga  og á seinni árum eftir að því var breitt í 2.íbúðir efri og neðri hæð, þar bjó meðal annars Bróðir minn Svanur fyrir mörgum árum og var hann síðasti ábúandi þar hann átti efri hæðina.  Þetta reisulega hús stendur við Kirkjuveg 4. og er nánast komið að falli og engin hefur haft áhuga að gera það upp Sjálfsagt kostar það mikið að koma því í form og aðgengi frekar þraungt þar sem það stendur og kannski bara best að láta það hverfa. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband