Færsluflokkur: Bloggar
Jólahretið kom, en bara of seint
11.1.2009 | 21:43
Loksins kom jólasnjórin sem ég var búin að bíða eftir öll jólin en bara of seint. mér finnst alltaf miklu jólalegra þegar hvítur snjór er yfir öllu þá fyrst njóta jólaljósin sín miklu betur og bjartara verður yfir bænum okkar. það verður allt miklu drungalega í svartasta skammdeginu þar sem mjöllin nýtur ekki við og ekki eins jólalegt að mér finnst þegar engin snjór er á jólum enda gerist það mjög sjaldan hjá okkur sem búum hér norður á Tröllaskaganum. Ég var mátuleg búin að bjarga ljóla ljósunum inn í skúr þegar norðan hretið kom og er því vel sáttur við þetta hret okkar enda komin tími fyrir skíða og göngufólkið okkar að komast á skíði það verður bara að hugsa aðeins lengra en bara um sjálfan sig og lofa þeim sem öllu ræður eða náttúrunna að ráða hvernig þessi vetur verður og skella sér þá bara í sund ef allt fer á kaf í snjó, því engin skíði á ég til að taka fram og sennilega komin úr allri þjálfun að halda jafnvægi á þessum mjóu gönguskíðum í dag því allir eru nú með flottustu græjurnar og gömlu breiðu gönguskíðin (tunnustafirnir) sem maður kallaði og átti hér í gamla daga löngu horfnir og heyra bara sögunni til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Svarthvítt í lit "Málverkasýning Freyju
5.1.2009 | 19:17
Ólafsfirðingurinn Freyja Dana Kristjánsdóttir var með málverkasýningu í lysthúsi í fjallabyggð í Ólafsfirði um helgina eða Laugardaginn 3.jan. og sunnudaginn 4.jan. Freyja hefur verið í myndlystarnámi meira og minna síðustu 10 árin og hefur meðal annars notið kennslu Damians Callan í Edinborg. Hann er þekktur í Bretlandi fyrir myndlist sína og hefur verið meistari hennar síðustu 6. árin. Auk þess hefur hún undafarin ár numið myndlyst við myndlistarháskóla í Edinborg (Edinborg College of Art) og í Aegean Centre for the Fine Art á grísku eyjunni Paros. Þá hefur hún sótt þekkingu til Ástralíu, Bali og New Orelans.
Þetta eru verk sem gert er eftir svarhvítum ljósmyndum sem móðir mín Ásta Helgadóttir, tók árið 1956 hún var góður áhugaljósmyndari.
Flestar eru þær teknar á jörð foreldra föður míns, Kristján Hilmars Jónssonar. Freyja segir verkin því vera bernskumynningar. "Frá þeim tíma sem allt var bjart og fullkomið. Mig langaði að gera myndir frá mínu upphafi og eftir að hafa skoðað ljósmyndirnar varð þessi sýning til. það er þrjátíu andlitsmyndir, sumt fólk þekki ég, annað ekki. Þegar ég byrjaði að mála myndirnar tóku litirnir að birtast." Sagði Freyja.
Þetta eru stórar og litfagrar myndir. "þetta eru litir sem ég man sem barn. Sólargulur litur sem rennur í gegnum strigann og minnir á hvað allt var saklaust og allir voru hamingjusamir með það sem þeir höfðu. Þegar kex og djús var með því besta sem krakkar fengu og voru glaðir með.
Þá stóð engin upp úr og engin heldur niður úr." Freyja var eitt ár að vinna myndirnar og það kom ekki til greina að hætta við þótt bakslag hafi komið í efnahag Þjóðarinnar. Nú er meiri þörf fyrir svona sýningar.
(Fleyri myndir í Albúmi, Ýmsar myndir) Heimasíða Freyju http://freyjadana.is/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Málverkasýning í Lysthúsi Ólafsfjarðar
2.1.2009 | 19:13
Svavar Guðni Gunnarsson var með málverkasýningu í listhúsi Ólafsfjarðar um jólin. Svavar bjó hér í Ólafsfirði fyrir rúmum 40 árum byggði hér bifreiðaverkstæði og rak hér í 9.ár Svavar fluttist til Akureyrar og gerðist kennari í verkmenntaskólanum þar í rafmagnsfræði. Svavar Gunnarsson hefur nú alltaf haft miklar tilfinningar til Ólafsfjarðar, hann hefur nú komið sér upp aðstöðu hér í Ólafsfirði fyrir listamenn til að vinna hér að list sinni og sýna hana. Það hefur nú alltaf blundað í Svavari að mála, veturinn 47-48 fór hann meðal annars í frístundarskóla og lærði þar grunnteikningar og eitthvað í mála. Svavar hefur nú verið að mála í frístundum sýnum og meðal annars sýnt verk sýn í Iðnskóla Akureyrar og Vín í Eyjafirði.Kannski verður nú meiri tími fyrir Svavar að sinna þessu áhugamáli sínu eftir að hann hætti að kenna.
Þess skal getið hér að listhús Svavar stenndur á sömu lóð og Svavar byggði bifreiðarvertstæði sitt á, en mun glæsilegra í dag.
Fleyri myndir í Albúmi: Myndir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
GLEÐILEGT NÝTT ÁR
1.1.2009 | 12:24
Ég óska ykkur öllum Gleðilegt nýtt ár og þakka ykkur öllum fyrir innlit á bloggsíðunna mína á síðasta ári.
Jón Hans, með Glans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Göngutúr í ljósaskiptunum
28.12.2008 | 21:03
Já það er fallegt jólaveður í firðinum okkar í dag. ég fékk mér göngutúr um bæinn til að ganga af mér grömmin sem koma alltaf á mig á jólunum hvernig sem ég reyni að hreyfa mig og borða minna "skil þetta bara ekki"? og núna er ég sennilega alltof lár miðað við Þyngd og ekki hækkar maður nú með aldrinum, verð sennilega að fara skoða að dengja mér í Herbalife, það er nú að virka hjá sumum og eru þeir að verða komnir í rétta hæð miðað við þyngd" en allt kostar þetta nú einhverja peninga þessar töflur og duft og kannski bara virka þetta ekki á mig er búin að reyna svo margt og gefst alltaf upp fyrir rest, "kannski á ég bara að vera svona í laginu"? og ekki lagast vaxtalagið með aldrinum. Nú eru að nálgast áramótheitin mín en ég man nú ekki hvort ég hef nokkurn ´tíman heitið því að hækka eða minka á þverveginn í þessum áramótaheitum mínum svo það er nú spurning núna meðan kreppan gengur yfir landið okkar hvort ekki væri nú tækifærið og herða aðeins á sultarólinni og spara mér öll megrunarlif í leiðinni og skoða svo árangin í vor.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólakveðja
26.12.2008 | 22:21
Ég óska öllum ættingjum og vinum og þeim sem hafa heimsótt
heimasíðu mína á síðasta ári Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
Jón hans glans með
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jólatónleikar Tónskólans
18.12.2008 | 22:32
Jólatónleikar Tónskólans voru haldnir í Tjarnarborg fimmtudagin 18 des. það var mikil reisn yfir krökkunum sem komu fram og spiluðu flest öll jólalögin okkar. það má segja að tónlistarlífið hér blómstri vel og þessi krakkar sem eru að læra hér í tónskólanum eiga framtíðina fyrir sér í þessari grein og eflaus lenist einhver tónlistarsnillíngur í þessum stóra hóp, það er sko alveg örukt.
Krakkar takk fyrir frábæran fluttning.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lúsíumessan í dag
13.12.2008 | 14:01
Það er ekki hægt að segja annað en Lúsíudagurinn skarti sínu fegursta í dag bæði fyrir þá sem vilja fá sér hressigöngu í dag og líka fyrir æskunni við leik og störf. Nú er bara að drífa sig út á göngu og slaka á í jólaundirbúningum ná sér í súrefni og virða fyrir sér jólaskreytingarnar í bænum hitta vini og kunningja og koma svo heim hress og endurnærður að útiverinu loknu, "Það klikkar ekki svo er víst".
Bloggar | Breytt 14.12.2008 kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hó hó hó
8.12.2008 | 17:04
.Já Jólasveinarni létu sig ekki vanta á jólamarkaðinum í Tjarnarorg í gær þeir voru bara hressir og leku við hvern sinn fingur í blíðunni og engin kreppujól hjá þeim, enda gerðu þeir góð kaup hér í heimabyggð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kveikt á Jólstré og krossunum í kirkjugarðinum í dag,
5.12.2008 | 00:17
Ekki vatar drifkraftin í okkur hérna í austurbænum í Fjallabygggð að koma upp jólaljsósunum okkar upp, enda veður gott logn og hláka og þá er nú bara að drifa í því að koma stigunum upp og í umferð og láta hendur standa fram úr ermum og kafskreyta húsin sín meðan blíðan er. Það verða örugglega mörg fallleg Jóla húsin í ár að skoða og viðra fyrir sér um þessi jól og þá segir maður bara Jááááá´ ég hefði kannski átt að hafa þetta orðuvísi hjá mér. þetta kemur bara vel út hjá þessum.og Þar með hefst hönnuði og tekniborðið tekið fram og pælt hvernig maður ætlar að hafa þetta um næstu jól allaf getur maður á sig Ljósum bæt. Einn það verðu nú alltaf að vera eitthvað Lúkk á þessu það þíðir bara ekki að henda þessum ljósaseríum út eins og Kúreki sem er að snara kálf og pæla svo á eftir á hvaða tréi serían lenti. Enn það hefur nú hver sinnháttin á þessu en gætið ykkur vel í stigunum svo ekki ílla fari það er grundvallaregla hvers mans að fara varlega í svona joppi og gangi ykkur vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)