Færsluflokkur: Bloggar
Kveikt á Jólatréi
30.11.2008 | 20:23
Kveikt var á Jólatrénu okkar í dag fyrsta sunnudag í afventu.Það er nú alltaf gaman þegar Jólaljósin eru tendruð í bænum okkar heitt kakó og piparkökur í boði og þá finnur maður að jólin eru að nálgast ogflestir komnir í jólaskap en þeir sem ekki voru komnir í jólagírinn hrukku heldur betur gang við þessa uppákomu í bænum í dag og sögðu "Já Jólin bara að koma." En hvar voru nú jólasveinarnir?? kannski hefur kreppan verið eitthvað að trublað þá eða kannski eru þeir en að leita að krónunni okkar, og því ekki komist til okkar í tæka tíð, til að taka þátt í þessari uppákomu í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
100 ára afmæli
7.11.2008 | 16:36
Sigríður Gísladóttir var hundrað ára miðvikudaginn 5 Nóvember
Já það eru nú ekki margir sem sem ná svona háum aldri, en Sigríði Gísladóttur fannst þetta bara gaman og var ekkert að stressa sig við þennan áfanga í lífi sínum, og var með hressasta móti.
Sigríður hefur dvalið á Dvalarheimilinu Hornbrekku síðan 1989.
"Myndir úr afmæli siggu eru í myndaalbúmi mínu"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Héðinsfjarðargöng
4.11.2008 | 21:58
"Já það styttist" eins og sagt er.Vonandi lenda þeir ekki í kreppunni okkar þarna inni og allt stoppist þegar við erum á síðustu metrunum að klára að bora og sprengja og Héðinsfjarðargöngin að verða að veruleika. Enn það er mikið eftir ennþá þegar gröftur verður búin en vonandi verður hægt að taka þau í notkun fyrir næsta vetur.
Frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðar voru sprengdir 50 m. og er lengd ganga þeim megin um 14.67 m.
Frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar voru sprengdir 38 m. og neyðarútskot tekið í leiðinni og er lengd ganga þeim megin orðin 4.020 m. og þá eru eftir rúmir 1400 m. og kannski seinni partinn í febrúar fari nú að blása vindar frá Héðinsfirði í gegnum þessi göng. Hver veit!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Veturkonungur gengin í garð
26.10.2008 | 17:45
Já það vantaði ekki að tímatalið stóðst á almanakinu 1 vetrardag, þá kom veturinn til okkar með fullum þunga og allt fór nánast á bólakaf hjá okkur þessa helgi. Enn öll él birtir um síðir, og þá er gott að hafa klára kalla til að moka upp blikkbeljurnar sem rétt lofnetið stóð upp úr í dag þegar uppstytta kom, og veðrið gengið niður. Við höfum nú ekki þurft að kvarta undan tíðafarinu í haust, en það er nú komin vetur og vonandi tökum við honum með jafnaðar geði eins og alltaf hér á Tröllaskaganum því við þekkjum ekki annað og fögnum hverri árstíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gæsaganur á Geirabletti
16.10.2008 | 22:39
Þessar Gæsir voru öruggrar um að lenda ekki ofninum hjá einhverri gæsaskyttunni þessi jól, þær höfðu vit á að halda sig innan bæjarmarka á meðan þær voru að næra sig á safaríku grasi á Geirablettinum sunnan við Hótelið í haustblíðunni hér. Eflaust hafa þær þakkað vel fyrir sig áður en þær hurfu upp til heiðar nokkrum grömmum þyngri, og glott við gogg og hugsað um leið að "þarna er ró og þarna er friður hér er gott að koma niður."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Héðinsfjarðargöng
7.10.2008 | 21:46
Eins og þessi mynd sýnir sem birt var á heimasíðu Vegagerðinar Mánudaginn 6.10, þá fer nú þetta að styttast sem eftir er að bora og spreingja, en það er nú samt rúmir 1800 metrar eftir og vonandi gengur þeim vel það sem eftir er. Enn einhver staðar heyrði ég sagt. "að drjúgur verður síðasti áfangin" vonandi heyrði ég ekki rétt.
Hér að neðan er árangur síðustu viku
Frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðar voru sprengdir 50 m og lengd ganga þeim megin nú um 1.266 m.
Frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar voru sprengdir 46 m og lengd ganga þeim megin 3.834 m og eftir er 1830 m
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Minningartónleikar í Ólafsfjarðarkirkju
3.10.2008 | 00:04
Söngvarinn Friðrik Ómar hélt styrktartónleika í gærkvöldi Fimtudag kl 8.30 í Ólafsfjarðarkirkju vegna sviplegs fráfalls Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur í Dóminíska lýðveldinu á dögunum. Friðrik sem er frá nágrannabænum Dalvík,þekkti Hrafnhildi Lilju lítillega. "Það eru ekki nema 18 km á milli Dalvík og Ólafsfjarðar það kannast allir við alla" segir hann.
Tónleikarnir áttu upphaflega að vera hefðbundin hluti af tónleikaferð Friðriks um Norðurland en eftir fráfall Hrafnhildar ákvað hann að breyta þeim í styrktartónleika, Rennur allur ágóðinn í styrktarsjóð sem vinir hennar hafa stofna. "Lítið bæjafélag lamast við svona og þá er gott að koma saman og hlusta á músík" segir hann.
Friðrik Ómar þarf vart að kynna en þessi 26 ára söngvari hefur skipað sér í röð fremstu söngvara landsins á örskömmu tíma.
Þetta er í fyrsta sinn sem Friðrik fer eins síns lið um landið en hann hefur áður sungið með Guðrúnu Gunnarsdóttur og fylgt eftir þrem gullplötum þeirra sl. ár með því að syngja í Kirkjum landsins.
Að þessu sinni er Grétar Örvarsson sem leikur undir á píanó og efnisskráin eru meðal annars lög sem Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði vinsæl og fleiri þekkt dægurlög sem Friðrik hefur gaman af að flytja.
Þetta voru frábærir Tónleikar troðfull Kirkja og góð stemming´.
Friðrik Ómar og Grétar hafið þökk okkar Ólafsfirðinga fyrir frábæra kvöldstund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mótmælaganga hjá Tjarnarbúum
30.9.2008 | 17:11
Já Tjarnarbúar hófu kröftuglega mótmælagöngu að sýlumanshúsinu í morgun. Veit ekki hvort þær voru að mótmæla stærsta bankaráni Íslandsögunnar þær voru samtaka allar sem ein, og voru ekkert að spá í það þó að umferð um Aðalgötu bæjarins lægi niðri á meðan. það virðist sennilega vera fleiri hér á Íslandi sem hafa áhyggjur af peningamálastefnunni okkar en mannskepnan. Húrra fyrir Tjarnabúum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Héðinsfjarðargöng
30.9.2008 | 10:11
Vel hefur gengið að bora og sprengja undafara daga báðumegin frá í Héðinsfjarðargöngum.
Leingd ganga frá Ólafsfirði er 3.788 m. og frá Héðinsfirði 1216.m eins og myndin sýnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hauststemming í Fjallabyggð Eystri
27.9.2008 | 15:14
Komin undan feldi, og klár að taka á móti vetrinum.
Það skemmir ekki fjallasýnina þegar Tröllaskaginn setur upp Hvítu hattana sýna og minnir okkur á um leið að það sé komið haust og sumarið að baki, Göngur búnar og sláturtíð hafin og flestar fjölskyldur á kaf í sláturgerð þessa daganna, enda hefur maður heyrt að það sé mikill fjörkippur í sláttsölu núna en undanfarin ár. Kannski er það kreppan sem allir eru tala um að fólk sé nú farið að hugsa meira um að fá eitthvað meira fyrir þessa handónítakrónu sem við erum með og reyna að draga björg í bú fyrir veturinn á sem hagkvæmastan hátt áður enn óðarverbólgan skellur á og allt hækkar.
Bloggar | Breytt 28.9.2008 kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)