Færsluflokkur: Bloggar
Vor í lofti
5.4.2009 | 17:41
Bara að láta vita að ég er ekki búin alveg að gleyma síðunni minni þó ég sé nú komin á feisið og er að ná áttum þar, mér finnst það nú ekkert voða spennandi þar en næ kannski betur í sambandi við vini og ættingja þar og get því fylgst betur með hvað þeir eru að bardúsa hehehe. Já nú er farið að vora hér á tröllaskaganum eftir leiðinda snjóakafla en bara gott að fá þennan snjó fyrir páska svo maður geti nú fengið sér salíbunu í fjallinu með barnabörnunum mínum hvort sem það verður á þotu ,skíðum eða bara á gömlu dragsleðunum ef þeir eru nú ekki horfnir fyrir þessum öllum nýjum tólum sem eru í tísku í dag Ég fékk mér nú göngu í morgun um bæinn okkar með einu barnabarni mínu, honum Kareli Bent sem er komin er alla leið frá Grindavík til að vera hjá Afa og Ömmu um Páskanna við komum við hjá Hjá Vigfúsi Árnasyni og Magnúsi Jónssyni þar sem þeir voru að setja saman Torfæruhjól og Vespur en þeir eru með aðstöðu þar sem Netagerð Kristbjargar var áður til húsa enda brjálað að gera hjá þeim þegar vora tekur í þessu bransa. Á þessum stað fílaði Afastrákurinn minn sig vel, og ætlaði ég aldrei að nást þaðan út enda áhuga maður um svona sporttæki og þurfti að prufa að setjast á öll þessi tæki og tól og lét sig dreyma.Já svona er nú lífið hér fyrir norðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þjálfun snjóflóðaleitahunda
22.3.2009 | 13:08
Björgunarsveitirnar hafa verið að þjálfa snjóflóðaleitarhunda hér í ólafsfirði undafarna daga enda góð skylirði hér að æfa snjóflóðaleit og hafa björgunarsveitirnar nýtt sér þessar góðu þjálfunaraðstæður hér í góða veðrinu undafarna daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flekasnjóflóð í Ólafsfirði
15.3.2009 | 17:22
Þunnt flekasnjóflóð rann niður fyrir norðan bæinn Hlíð eða rétt norðan við mýraskálina þegar snjósleða voru þar á ferð í dag og hefur hávaðin sennilega frá þeim komið því á stað, flóðið er frekar breitt en þunnt. það er ekki gott að vera að þvælast mikið á snjósleðum við fjallsrætur hér í Ólafsfirði meðan snjórinn er að setjast og ættu því sleðamenn að doka við þangað til hættan er liðin hjá og leika sér bara á vatninu og fá þar smá útrás á meðan þessu varir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Snjóar og Snjóar í Fjallarbyggð Eystri
9.3.2009 | 12:13
Já það er ekki hægt að segja annað að við hér í Fjallabyggð höfum fengið okkar skammt af snjónum þessa daganna og sennilega ekki allt búið ennþá miðað við spá næstu daga enn við erum nú sem betur fer vön svona uppákomum í veðrinu og tökum þessu með mestu æðruleysi þessa daganna. ( Fleyri myndir í albúmi Snjómyndir)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
hver glöð er vor æska
5.3.2009 | 21:08
Krakkarnir á leikskólanum fannst bara gaman að komast út í snjóinn og fá sér salíbunu á þotunum sínum þó ferðin væri ekki löng niður, þá var bara að koma sér upp á hólinn aftur og renna sér niður. þessi sjón blasir æði oft við manni út um eldhúsgluggað á morgnana þegar maður fær sér kaffisopan sinn og er að spá hvor sæmilegt veður sé úti til að fara á morgungönguna og maður getur nú ekki slaufað göngu þegar þessir krakkar geta verið úti þótt smá éljagangur sé af norðaustri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Staða í Héðinsfjarðagöngum
3.3.2009 | 13:17
Gröftur Héðinsfjarðarganga frá Ólafsfirði gekk mjög vel í síðustu viku.
Sprengdir voru 65 m. og er heildarlengd gangna þeim megin frá 4.674.m samtals er búið að sprengja 10.209m eða 96,6 prósent af heildarlengd og eftir eru 361 m.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Útivistardagur í Fjallabyggð Eystri
1.3.2009 | 20:05
Já já ekki vantaði góða veðrið í dag hér í Fjallabyggð eystri, enda var tækifærið notað vel til útivistar í dag bæði fyrir göngufólk á skíði og sleðum upp um öll fjöll því veðrið gerist ekki betur hér norðan heiðar en dagurinn var í dag. ég fór á mínum fjallabíl upp á Láheiði í dag til að njóta fjallasýninnar og sólarinnar sem best og kom heim hress og kátur og kaffi brúnn að mér fannst (kell) í rjúkandi súkkulaði og vöflur hjá bústýrunni minni eftir þessa dásamlegu útivist hjá húsbóndanumí dag. Já já já það er ekki spurning það eru forréttindi að búa á svona stöðum þegar svona dagar koma og þeir koma bara nokkuð oft að mínu mati.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skíðamót í Tindaöxl
15.2.2009 | 17:45
Það hefur viðrað vel unda farna daga hér í Fjallabyggð eystri og bæjarbúar notið útivistar alveg í botn nógur snjór bæði fyrir þá sem stunda göngu og alpagreinar og skíðamót haldin um hverja helgi. já það var nú komin tími á það að skíðaíþróttafólkið okkar gæti farið að æfa sig á fullu fyrir alvörumótin sem framundan eru og komist í gott form. Ég skrapp í fjallið og tók nokkrar myndir af einbeittum keppendum sem voru nú ekki háir í loftinu en sýndu frábæra takta og leikni og þarna var eflaust einhver sem á sína framtíð í þessari íþrótt hver veit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Grindavíkurferð
7.2.2009 | 16:40
Skrapp til Grindarvíkur í síðustu viku svona að skipta um umhverfi og heimsækja synina okkar var þess vegna ekki í tölvusambandi það var bara allt í lagi því nóg var að gera að heimsækja vini og ættingja þar ég tók nokkrar myndir í ferðinni og setti á heima síðunna mína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Héðinsfjarðargöng
20.1.2009 | 13:49
Vel hefur gengið að bora og sprengja eftir jólafrí í Héðinsfjarðargöngum ekkert vatn að stríða mönnum vonandi verður þetta greið leið sem eftir er og engar tafir þá ættur þeir að slá í gegn svona upp úr miðjum Mars næstkomandi.
Frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðar voru sprengdir 45 m.og jafnframt unnið við bergstyrkingar. Eitt neiðar útskot (Skápur) er á næstunni Ólafsfjarðarmegin og eitt útskot Héðinsfjarðarmegin eru eftir áður en í gegn verður slegið.
Frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar voru sprengdir 63 m. Nú eru aðeins rúmir 600 m. eftir. Reiknað er með að fara upp á há bungu Héðinsfjarðarmegin og hætta þeim megin frá og svo klárað að slá í gegn Ólafsfjarðarmeginn vonandi stenst sú áætlun enda kreppan farin að klóra í þessar framkvæmdir og guð má vita hvenær þessu verki verði lokksins lokið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)