Færsluflokkur: Bloggar
Kvennahlaupið
20.6.2009 | 17:50
Kvennahlaupið klikkaði ekki hér í bæ og margar konur skelltu sér út í góða veðrið og tóku þátt í þessu vinsæla hlaupi í dag. þar mátti sjá konur á öllum aldri og einhverir ferfætlingar voru að hlaupa líka og en sumir hafa þó geta smyglað sér inn í þetta hlaup enda ekki alveg með á nótunum að það voru bara tíkur sem voru löglegar í hlaupinu en fengu samt viðurkenningu fyrir hlaupið og sögðu "Hvað er ekki jafnrétti kynjanna í heiðri höfð"??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svipmyndir frá 17 Júní í Ólafsfirði
18.6.2009 | 15:21
Það viðraði ekki nógu vel hjá okkur á sjálfan þjóðhátíðadaginn þetta árið enda man ég ekki svo langt aftur í tíman en þetta sé að verða hefðbundið þjóðhátíðarveður hjá okkur og létum það ekkert stoppa okkur að kíkja á hátíðarhöldin sem fram fóru sunnan við Tjarnarborg og hafa verið svona hefðbundin undanfarin ár, þó aðallega fyrir æskuna okkar það mátti líka sjá Mömmur og Pabba og Ömmur og Afar innan um og kannski líka langömmur og langafar. ég var nú ekkert duglegur að mynda herlegheitin en fékk nú hjálp frá sonarsyninum mínum Markúsi sem fannst þetta bara gaman að mynda fyrir Afa sinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Til Hamingju með daginn Sjómenn um Allt Land
7.6.2009 | 08:58
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Staðföst Svanahjón
5.6.2009 | 18:29
Ég rakst á Svanahjón þegar ég fór á göngu fram á skeggjabrekkudal í gær í góða veðrinu. maður sér nú ýmislegt í náttúrunni á þessum göngum sínum á sumrin úti í náttúrunni. En það sem vakti athyglina mína á þessari göngu minni voru svanahjón sem ég rakst á og fór að fór að taka myndir af þeim. Ég sá strax að karlinn var merktur á fótunum. þá skaust upp hugmynd hjá mér hvor þetta væru sömu hjónin sem ég tók myndir af í fyrra 3.Júlí á bakkanum við Vatnið neðan við Heilsugæslustöðina Hornbrekku. og þegar ég kom heim fór ég að skoða myndirnar sem ég tók í fyrra og hvað haldið þið, sama merki á fætinum 1.P.7. á kallinum og örugglega sama konan og þau sögðu við mig þessi fleygu orð. "það er gott að búa í Ólafsfirði"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hafnarframkvæmdir við vesturhöfn
2.6.2009 | 21:07
Já það er nú enginn kreppa hér, enda alist upp hér norðan Tröllaskaga og þekkum ekkert sem kallast kreppa sem betur fer (nema bara í fréttunum). hér eru nú hafnar framkvæmdir við vestur höfnina í Ólafsfirði eða sem við köllum smábátahöfn. Verið er að þrengja linsiglinguna inn í smábátahöfnina og setja stórgrýti meðfram því, þetta hefur verið svo opið og í vestum Norðaustan brimum hefur verið erfitt fyrir smábátanna að liggja þar því mikil hreyfing var þar og áttu smábátasjómenn stundum langar andvöku nætur við að passa báta sína vegna sogs og hamagang í þessari smábátahöfn hér, vonandi verður þessi framkvæmd til að bæta alla aðstöðu fyrir þá sem enn stunda Trillubátaútgerð hér í Fjallabyggð Eystri um ókomin ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Diminsjón eða þemadagur 3-6.bekkur
28.5.2009 | 13:19
Það var nú ekki fuglasöngur sem ég rann á í morgun þegar ég fór í bæinn það var nú allt annað í gangi Krakkar úr 3-6.bekk í grunskóla Ólafsfjarðar voru að syngja vor og sumarlög undir stjórn tónlistarkennaranna okkar Magnúsar og Ave Toniso, fyrir frama Tjarnarborg í tilefni að skólarnir eru nú að hætta og krakkarnir að komast í sumarfílinginn eftir alla inniveruna í vetur. það er ekki hægt að segja annað að maður varð að stoppa, og hlusta og taka svo myndir af uppákomunni. það þarf nú ekki að taka það fram að þessu söngur frá krökkunum var kærkomin tilbreyting að fuglasöngnum ólöstuðum Takk fyrir mig krakkar. Fl. myndir í albúm Myndir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
BANDÍMÓT Skemmtihátíð Ársinns
6.5.2009 | 12:45
Á Laugardaginn 9.Maí verður hið árlega bandímót Okkar Ólafsfirðinga. hefst það með skrúðgöngu frá Tjarnarborg kl.10.00 þetta er okkar besta skemmtun þótt víðar væri leitað. Þessi skemmtun er sér Ólafsfirsk hönnun og fundin upp hér í Ólafsfirði af hugmynda ríkum innfæddum Ólafsfirðingum og verður alltaf skemmtilegri með hverju árinu sem líður. Engin sem hefur tök á því, má því ekki missa af þessari uppákomu okkar hér, því sjón er sögu ríkari. það má nú segja að það ríkir mikið leynd í bænum og fáir á ferli þessa daganna því allir eru í felum við hönnun á búningum og eru að reyna að vera með flottustu búninganna enda mikið lagt í þá fyrir þessa skemmtun sem springur út á Laugardaginn með pompi og prakt. Ég hlakka mikið til, og segi því góða skemmtun Fjallabyggðarbúar (Nokkrar myndir frá mótinu frá því í fyrra eru í albúmi Bandímót) Klikkið á nýja lagið er hér Bandýlaginu 2009
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrsta almenna ferðin um Héðinsfjarðargöng
26.4.2009 | 22:11
Í dag kl 13.00 var farið fyrstu almennu ferðina um Héðinsfjarðargöng til Sigló.Boðið var upp á rútuferðir á klukkutíma frest til og Frá og einkabílar með díselvélum máttu fljóta með Rútunum. stoppað var smá sund í Héðinsfirði. og fólkinu boðið upp á kok og svala og taka myndir. Síðan var haldið áfram til Sigló þar sem farþegar réðu því með hvað ferð þeir færu til baka aftur enn áættlað var að síðasta ferð yrði kl 19.00 það er ekki hægt að segja annað en Fjallabyggðarbúar hafi nýtt sér þessar ferðir og sumir orðnir langeygðir að bíða eftir þessari stund. Myndir af ferðinni eru í albúmi, (Rútuferð til Sigló)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
GLEÐILEGT SUMAR
23.4.2009 | 17:25
Já Sumarið er komið, allavegana á tímatalinu. Við sem búum hér norðan heiðar eigum eitthvað enn eftir að komast í sumarfílinginn, en snjór er nú óðum að bráðna af lóðum og þá fara nú vorverkin á fulla ferð hér hjá okkur. Enn er nú hægt að fara á skíði og snjósleða og er hver að verða síðastur að fara í snjósleðaferðir meðan snjór er enn í dölum og fjöllum því nú fer snjórinn að hverfa með hverri vikunni sem líður. Svo brá við að á sumardagsrúntinum hélt ég að ég væri að sjá sel undan Brimnestönginni en þegar betur var að gáð var þetta brimbrettari sem var að æfa sig í sjónum en hann hefur kannski viljað hafa öldurnar stærri en lét sig þó nægja þetta í bili og fannst mér hann bara standa sig vel, enda örugglega ekki í fyrsta skipti að mér sínist. Ég var með myndarvélina með mér og tók þessa myndir af brimbrettaranum þegar hann náði einni öldunni. Myndir í albúmi (Brimbrettari)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lokksins komnir í gegn
14.4.2009 | 18:44
Greftri Héðinsfjarðar lauk með formlegu gegnumslagi samgönguráðherra sl. fimmtudag skýrdag.
vinnu við endanlegar bergstyrkingar í göngum frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðar lauk einnig í síðustu viku og þá er eftir að styrkja endanlega um 3.5 km kafla í göngum Ólafsfjarðarmegin og unnið verður við það næstu mánuði.
Vinna er einnig hafin í lögnum í göngum milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. Vegskáli Siglufjarðarmegin er fullsteiftur og nú er unnið við vegskála í Héðinsfirði að vestanverðu .Gert er ráð fyrir að göngin verði Fullbúin og tekin í notkun sumarið 2010
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)