Færsluflokkur: Bloggar
Haustblíða í Fjallagyggð eystri
15.10.2009 | 15:56
Við hjónkornin gátum ekki verið inni í þessu fallega haustveðri hér í firðinum fagra og tóku okkur langa göngu með smá pústi í kleifarhorninu enda gaman að njót útsýnisins í sól 14-16 stiga hita í gær, enda eru við vön að fá fallega daga á haustin og þá er nú sprett úr spori því margar fallegar gönguleiðir er hér í boði í firðinum okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Haust fegurð í Ólafsfirði
12.10.2009 | 20:26
Það er nú nokkuð liðið síðan ég var hér á heimasíðu minn, þá var ég nú að eltast nú við berin upp um öll fjöll og síðan komu göngur og réttir og sláturtíðin hjá hobbí bændum hér í Ólafsfirði þeir eru nú að verða nokkuð margir hér sem eiga fé og hafa bæði gagn og gaman að, og síðan kom smá hausthret svona rétt til að lofa okkur að vita að veturinn væri framundan, en nú er allur snjór farinn og aftur blíða framundan 10 -12 stiga hiti, "það passar aldrei eins og vant" þá eru nú allir komnir á nagladekkin. Ég tók mig til í haustblíðunni og fór að taka til í garðinum mínum eða lóðinni minni eftir rokið um síðust helgi enda öll lauf fokin af trjánum og lóðin þakin laufi og runnarnir stútfullur af þessum fjanda . það voru nú bara 2. kerrur sem ég þurfti fara með af laufi og rusli það er ótrúlegt hvað þarf að fara með á haustin, held að það sé meira en á vorin eða kannski var ég bara að treina mér þessa vinnu til þess að njóta veðurblíðunnar dag, enda tala myndirnar sínu máli, mátti til með að smella nokkrum myndum svona til augnayndis í firðinum fagra í lok dags, þar skartaði himininn yfir Garðshyrnunni og Skeggabrekkudalnum og það var eins og Garðshyrnan væri farin að gjósa á tímabili þvílík fegurð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Berjadagar í Ólafsfirði
23.8.2009 | 21:13
Já helgin var notuð vel hjá okkur hjónunum fórum í ber og Komium við á markaðinum sem var í húsi Leikfélag Ólafsfjarðar hlustuðum á Örn Magnússon og fjölskyldu leika fyrir gesti nokkur falleg lög á gömul hljóðfæri fórum síðan til Lystakonuna Kristjönu Sveinsdóttir Hún var að opna nýju vinnustofu og enduðum svo kvöldið með að fara á Kirkjutónleika þar sem Jón Þorsteinsson söngvari söng fyrir okkur fallega kirkjutónlist. "það þarf nú ekki að taka það fram" að allt þetta listafólk er frá Ólafsfirði og erum við bara stolt af þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Snjóflóðavarnargarður
15.8.2009 | 18:03
Já það sýnist sitt hverjum hér í Ólafsfirði um jarðraskið fyrir ofan Dvalarheimilið Hornbrekku þessa daganna, enn verið er að byrja á að byggja og reisa snjóflóðagarð sem á að varna því að snjóflóð fari á Elliheimilið Hornbrekku í framtíðinni, því það er á þessu svæði sem fróðir menn segja eftir nákvæma mælingar að þarna séu mjög miklar líkur að þarna geti fallið snjóflóð í framtíðinni, þó að elstu menn hér segja að þarna hafi aldrei fallið snjóflóð og hvergi til í gömlum fræðum um að snjóflóð hafi nokkurt tíma fallið þarna niður, sem nú að rísa varnagarður.Hefði kannski ekki verið betra að nota þá peninga sem fara í þetta manvirki ekki verið betur varið í eitthvað annað í þessu kreppuástandi hér, það spyr fólkið sem hér býr. Hún verður ekki fögur hlíðin okkar meðan á þessu jarðraski stendur og hvernig verður hún þegar þetta mannvirki er risið þarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Handverksýning Hrafnagili
10.8.2009 | 18:28
Við hjónakornin fengum okkur rúnt í góða veðrinu inn í Eyjafjörð í gær og komum við á handverksýningunni á Hrafnagili sem var í fullu gangi. Margt fólk var þarna eins og venjulega þegar þessi sýning er haldin,held bara að það hafi aldrei verið svona margir alstaðar af landinu, við hittum fullt af fólki sem við höfum ekki séð í mörg ár þarna, og gömul kynni rifjuð upp, og ekki spillti veðrið fyrir gestunum 20.stiga hiti og sól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Grillferð austur í Lundarskóg
2.8.2009 | 18:28
Við fórum rúnt til Akureyrar í góða veðrinu í Gær Laugardag þar var mikið fjör í bænum og bærinn iðaði af lífi síðan fóru við Á Safnasafnið fyrir ofan Svalbarðeyri tókum myndir og lentum svo í Grilli austur í bústað hjá Sigga og Hófu okkar sem er í Lundarskógi þar var 6.réttað grillmatur þvílík veisla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sumarhret fyrir Norðan
24.7.2009 | 20:44
Já það var nú ekkert sumarlegt að líta í fjöllin í firðinum fagra þegar ég fór í vinnuna í morgun, en það skemmdi ekki fjallasýnina fyrir mér þó topparnir skörtuðu hvítum kolli þau það væri 24. Júlí við erum orðin svo vön að fjöllin okkar hér seti upp hvítu húfurnar eins og ný útskrifaðir stúdentar gera en kannski heldur í seina lægi. enda orðin nokkuð gömul og farin að ryðga í tímatalinu okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
NIKULÁSAMÓTIÐ Næstu helgi
15.7.2009 | 16:19
Nikulásmótið er um næsti helgi 17-18 Júlí þetta er fjölmennasta og vinsælasta knattspyrnumót landsins. Nú verða allir í stuði og vonandi fáum við gott veður eins og alltaf og fallegi fjörðurinn okkar mun iða af mannlífi og fjöri og vonandi taka allir þátt í að gera þessa helgi svo skemmtilega fyrir keppendur og gesti eins og alltaf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Útimarkaður á Blúshátíð í Ólafsfirði
27.6.2009 | 20:32
Skrapp á útimarkaðinn í dag í góðaveðrinu sem er í sambandi við Blúshátíðina sem stendur yfir þessa helgi hér í Ólafsfirði hún er nú haldin í 10 skipti og alltaf jafn vinsæl. Bylgjan hefur verið með útsendingar héðan alla helgina og er það nýtt að svona vinsæll fjölmiðill sem Bylgjan er, skuli sína þessari Blúshátíð áhuga og koma þessari hátíð okkar á kortið, enda engin svikin að mæta á þessa árlegu og sívinsælu blúshátíð okkar hér í Ólafsfirði það voru nokkrir velunnarar og ættaðir Ólafsfirðingar sem komu þessu á koppinn hér á staðnum fyrir 10 árum, þökk sé þeim sem þar voru að verki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sumarhátíð á Leikhólum
25.6.2009 | 21:30
það var fjör á sumarhátíð hjá leikhólum í dag farið var í skrúðgöngu um bæinn og grillað, allir voru í furðufötum krakkar sem foreldrar mikið gaman mikið grín. skoða má fleiri myndir ef farið er inn á þessa slóð http://www.leikskolinn.is/leikholar/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)