Færsluflokkur: Bloggar
Ekki sumarlegt hér
20.4.2010 | 22:13
Það er nú nokkuð síðan ég hef verið hérna hef verið í dvala eins og ísbirnirnir hehe meðan veturinn er að renna sitt skeið. en hann ætlar að vera lengi að fara eins og fyrridaginn páskahret nýbúið og Hvítasunnuhretið eftir og þá getur maður nú farið að taka fram sólarolíjuna og koma garðhúsgögnunum á sinn stað og grillið. Enn sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn þá vonandi léttir nú til hjá okkur og vonandi verður þetta hret farið fjandans til þá. en við erum ýmsum von hér á tröllasakaganum og erum ekkert að fara á taugum þó að vorhretin seu að stríða okkur fáum bara betra sumar í staðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Loksins kom snjórinn
27.2.2010 | 17:25
"Öll él birtir um síðir" segir einhverstaðar, Já loksins kom veturinn hér í Ólafsfirði en það hefði nú mátt snjóa meira í fjöllin en á láglendinu þessa daganna, en það er nú erfitt að geta stýrt því það vantar tæknina og kannski fá einhver sprotafyrirtæki hér vinnu við að finna leið hvert snjórinn á fara og þá er það vandamál leist. (Ég segi nú bara svona ) Við frændurnir Guðni Aðalsteins, fengum okkur nú göngu um bæinn okkar og fórum svo út að múlagöngum sirka 5-6 km. (já það er ekki að spyrja af frænda þegar ganga er annarsvegar) það var komið líf í bæinn fólk á skíðagöngu og búið að opna skíðalyftuna í Tindaöxl Troðarinn á fullu að leggja göngubrautir bæði í bænum og fram alla sveit þannig að nú geta bæjarbúar og gestir fengið sér salíbunu á skíðum í Tindaöxl og trimmað á gönguskíðum bara hvert sem er þessa daganna. Ég tók nú nokkrar myndir á leið minni um bæinn og munið nú eftir Öndunum okkar þær eru svanga þessa dagana og lítið svigrúm á Tjörninni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Göngufélagið Útigansmenn
4.2.2010 | 11:23
við þurfum nú ekki að hvarta undan vetrinum sem búin er, hefur nánast verið snjólaust sem komið er og því lítið hægt að stunda skíðaíþróttina sem af er vetri, en þeim mun meira hefur fólk nú farið á skauta því aðstæður eru frábærar um allt vatnið okkar sem er nú ísilagt. Gönguferðir hafa því verið tíðar í firðinum fagra enda ekki annað hægt en að fara út og njóta náttúrunnar á þessum dásamlegum dögum sem hafa verið undafarnar vikur. Ég hef verið að reina að troða mér inn í mjög skemmtilegan gönguklúbb hér þar sem valin maður er í hverju rúmi við göngum 5.daga vikunnar og svo er frjálst um helgar. Ég tók með mér myndavélina í einni ferðinni og smelti þá mynd af gönguhópnum í einni gönguferðinni okkar fram í fjörðin fagra, og þvlík fegurð hvert sem litið var og ekki skemmdi það að Sólin okkar er byrjuð að sjást hér og er rjómin á þessa góðvirðisdaga sem búnir eru að vera hjá okkur. "Hef hlerað að það geta fleyri spreitt sig á að gerast félagar."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skrítin Janúar
10.1.2010 | 17:25
Já við Þurfum ekki að kvarta undan snjóþunganum það sem af er vetri hér í firðinum fagra enda óspart notaður tíminn til gönguferðar um fjörðinn okkar og lofar bara blíðuna sem verið hefur okkur frekar hliðholl undafarna vetur og maður spyr sig oft, "hvað er gangi" ekki hægt að fara á snjósleða, skíðalyftan okkar í Tindaöxl varla verið gangsett sem af er vetri og Gullatúnið marautt Endurnar á Tjörninni komnar í ástarleik við steggina, verið að steypa hér og þar í bænum og það er komin hávetur og öllu venjulegu á að vera hér allt á kafi í snjó, "Ja hérna"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Áramótakveðja
31.12.2009 | 17:03
Jón Hans með Glans Óska öllum þeim sem hafa litið hér inn hér á árinu gleðilegt nýtt ár, og þakka ykkur fyrir innlitið á Bloggið mitt.
Bloggar | Breytt 1.1.2010 kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólagangan mín
27.12.2009 | 21:25
Já ég lét mig hafa það að fara á göngu í dag enda tími til komin að hrista af sér einhverjum grömmum sem hlaðist hafa á mann eftir allt kétátið þessa daganna, enda veðrið eins og best verður á kosið logn og 4.stiga frost. Ég fór nú rólega af stað, en fannst nú ég vera eitthvað þungur á skriðinu en náði nú skriðinu fljótlega enda ekki hægt að láta sjá sig á hraða snígilsins hehehe þó að göngufærið væri Nú ekki það allra besta fram sveitina, en þetta tókst nú bara vel hjá mér, ég mætti nú fullt af fólki sem var nú líka að viðra sig í góða veðrinu með ferfætlinganna sína í leiðinni, held nú bara að það sé eina fjölgunin hér í bæ á þessu ári það séu hundar af öllum gerðum og stærðum hehe fyrir utan hobbí bænda hér sem eru alltaf að stækka bústofninn sinn meira og meira og segja mér að þarna sé fundið fé enda gefur það kannski meira af sér en Hundar, Já svona er nú lífið hér í firðinum fagra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólakveðja
23.12.2009 | 21:54
"Jón Hans með Glans" Óskar ykkur Öllum sem hér hafa litið inn á árinu gleðilegra Jóla og farsældar á nýju ári. Guð geimi ykkur Öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólamarkaðurinn í Ólafsfirði
28.11.2009 | 22:22
Já, það var nú gaman í firðinum fagra í dag. Hinn árlegi Jólamarkaður í Tjarnarborg, og úti í Jólaþorpinu í fullum gangi og kveikt á jólatrénu og öllum bænum í dag, Jólasveinar komu í heimsókn, þar var sungið Jólalög og labbað kringum fallega jólatréð okkar og gestir sem komu að, tóku líka þátt í þessari uppákomu í dag hjá okkur. Það var margt um mannin og mikil jólastemming í bænum. Ekki er annað hægt að segja að nú ættu allir að vera komnir í jólagírinn hér, og þessi dagur svo sannarlega mintu þá á sem ekki voru búnir að koma sér í jólafílinginn að jólin eru í nánd.Takk fyrir alla skemmtuna gestir og gangandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólaþorpið að rísa
24.11.2009 | 15:06
Þá eru Jólahúsin komi á sinn stað,sem bæjarstarfsmenn og við vorum að smíða.Nú fer í hönd ljósaskreytingar á húsin og er hægt að nota þau sem sölubása á Laugardaginn fyrir þá sem hafa áhuga á að nýta sér þau þegar Markaðurinn verður opnaður og kveikt verður á Jólatrénu og Jólaljósunum í öllum bænum þann dag, og heitt kakó og piparkökur í boði,vonandi fáum við Gott veður og sem flestir gestir sem koma að, geti tekið þátt í þessari Jólastemmingu okkar hér í firðinum fagra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Göngutúr í sveitina
26.10.2009 | 16:43
það hefur viðrað vel til útivistar hér í fjallabyggð eystri undanfarna daga og Fjöllin hér klædd hvítum treflum þessa daga hauslitirnir í fegurstum skrúðum þó það sé komin vetur á tímatalinu. við fáum oft svona daga á haustin Lognið og kirðinn hér hefur tekið völd eins og svo oft áður, fólk á göngu hér og það um sveitina að njóta veðurblíðuna, já það er ekki stressið hérna. Ég fékk mér göngu fram í sveit og tók með mér Depil svo að ég hefði nú einhvern til að hlusta á mig það sem ég varað segja og lýsa því sem fyrir bar,ekki veit ég hvort ferðafélagin minn skyldi mikið í því sem ég var að segja en þakklætið frá honum fyrir að taka hann með í þennan göngutúr minn, sýndi rófan það og gleðiglampinn úr augum hans voru ósvikin og margir slummukossarnir sem ég fékk frá honum í þessari gönuferð okkar voru líka ósviknir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)