Færsluflokkur: Bloggar

Björnshús rifið

IMG 0900

Já þeim fækkar gömluhúsunum í strandgötunni Björnshús rifið í gær.Held að Þetta hús sé elsta byggða steinhúsið í Ólafsfirði fyrir utan Kirkjuna og verður nú að víkja fyrir blikkbeljunum okkar þegar við förum í kirkju.


Togaraútgerðasaga í Ólafsfirði um miðja síðustu öld

nor_lendingur_f-4.jpg

Nágrannabyggðarlög Siglufjörður,Sauðárkrókur, Ólafsfjörður,Dalvík og Húsavík sátu hjá við úthlutun nýsköpunartogaranna árið 1946. það stafaði þó ekki af áhugaleysi, miklu fremur af því að að á þessum stöðum voru  hafnaraðstæður með þeim hætti, að kalla mátti frágangsök að reyna þar útgerð

Þegar kom fram undir miðjan 6. áratuginn var hafnagerð komin vel á veg í öllum þessum plássum, og þá varð togaraútgerð fýsilegri kostur en áður .  Forráðamenn byggðarlaganna vildu og flest vinna að bæta atvinnuástandið og sættu lag, er útgerðarfyrirtæki á sunnanverðu landinu gáfust upp á togaraútgerð þar. Haustið 1954 hófst atburðarás, sem lýst er hér að neðan hvernig til tókst í sögu togaraútgerð á miðri síðustu öld í Ólafsfirði.

Haustið 1954 tjáði Magnús Jónsson alþingismaður Ásgrími Hartmannssyni bæjarstjóra í Ólafsfirði að til stæði að selja togarann Keflvíking og benti á að hugsanlega gætu Ólafsfirðingar keypt skipið og ráðið bót á atvinnuleysinu í bænum. Ásgrímur kynti upplýsingar þingmannsins á bæjarstjórnafundi 19 Nóvember og þar var kosin þriggja manna nefnd til að kanna málið nánar. Nefndarmenn héldu þegar í stað suður á land til þess að vinna að framgangi málsins.  þar kom þó strax í ljós að af kaupunum yrð örugglega ekki vegna þess að Keflvíkingar vildu fá sjö miljónir fyrir togarann og í raun óvíst hvort af sölu skipsins yrði.  Aftur á móti komust Ólafsfirðingarnir fljótlega að því að til stæði að selja Vestmannaeyjatogarann Vilborgu Herjólfsdóttur fyrir 5,6 miljónir með veiðafærum.  Nefndarmenn ræddu við eigendur skipsins og eining könnuðu þeir hugsanlega aðstoð ríkisins með viðræðum viðalþingismenn og ríkisstjórn.

Ólafsfirðingum var vel tekið en þó fengust ekki efndarleg svör á þeim stutta tíma sem þeir stoppuðu syðra.  skýrt kom samt fram að frekast yrði um ríkisaðstoð að ræða ef tveir eða fleiri þéttbýlistaðir niðra sameinuðust um togarakaupin.  þannig greindu þremeningarnir bæjarstjórn frá ferð sinni og var þeirra álit á þann veg að skynsamlegast væri að kaupa togaran með öðrum.   Bæjarstjórn fól nefndinni að kanna undirtektir í nálægum bæjum.

Ólafsfirðingar reyndu fyrst að fá nágranna sína á Dalvík til liðs við sig,en þeir reyndust ekki hafa áhuga á fyrirtækinu.  þá tóku stjórnvöld frumkvæði í málinu.  við þessa ákvörðun Dalvíkinga var sýnt að málið tæki lengri tíma og varð þá úr að ríkissjóður keypti togarann til þess að hann gengi Norðlendingum ekki úr greipum.  Í upphafi árs 1955 boðuðu stjórnvöld fulltrúa frá Ólafsfirði,Sauðárkróki, og Húsavík suður til viðræna um togarakaupin. Niðurstaða þeirra funda varð á þá leið að ríkisstjórnin bauð bæjunum þremur togarann til kaups sameiginlega á þan hátt að hlutafélag yrði stofnað með deildum í bæjunum og það keypti skipið,jafnframt var bæjarfélögunum gert að ábyrgjast söluverðið gagnvart ríkissjóði með sjálfskuldarábyrgð. Val framkvæmdarstjóra útgerðarinnar var bundið samþykki ríkisstjórnar og átti hún að kjósa annan endurskoðanda félagsins.  Söluverðið var 5,7 miljónir króna.  Að þessu gengu fulltrúar bæjarfélaganna.  Af stöðunum var Ólafsfjörður minnstur en mestur útgerðarbær, Húsavík þar fast á eftir en Sauðárkrókur minnst háður sjáfarútvegi, þó útgerð þaðan væri vaxandi.

Ríkisstjórnin setti það skilyrði fyrir sölu togarans að útgerðarfélag Akureyringa annaðist útgerð hans, og að því urðu kaupendur að ganga.  Nýtt fyrirtæki, Norðlendingur h.f" var stofnað um útgerðina og var stjórn þess skipuð fulltrúum bæjarfélaganna þriggja, en Úgerðarfélag Akureyringa sæi um reksturinn.  Togarinn hlaut nafnið Norðlendingur og fór í fyrstu veiðiferðina á vegum nýrra eigenda26.Apríl 1955.  Útgerð skipsins reyndist sveitafélögunum þremur þó síður en svo sú heillarþúfa, sem forráðamenn þeirra höfðu vænst.   Hún gekk alla tíð á           afturfótunum, og 1960 var Norðlendingur hf. lýstur gjaldþrota og togarinn seldur Útgerðarfélagi Akureyringa.

Norðlendingsævintýrið, eins og það var stundum kallað, var af sumum haft sem dæmi um það, hve illa gat tekist til um útgerð á vegum opinberra aðila.   þegar á allt er liti, virðist það þó hafa skipt litlu máli, að togarinn var í eigu sveitafélaga og átti að leggja upp á stöðunum þremur til skiptis.  það sem hér virðist hafa riðið baggamuninn var, að illa var staðið að undirbúningi málsins, einkunn af hálfu ríkisvaldsins.   Enn togarinn getur í sjálfu sér orðið til bóta í atvinnulífi þriggja staða, og vitaskuld á það ekki að skipta máli, hvort hluthafar í útgerðinni eru þrjú sveitafélög eða þrír eða fleiri einstaklingar, það sem máli skiptir er, að sómasamlega sé staðið að útgerðinni, skipið sé gottog vel búið.áhöfn samhent og dugandi, afli vel og skili góðum fiski á land.  Ef þessar forsendur eru fyrir hendi, á fátt að geta farið úrskeiðis, svo fremi sem aflinn á annað borð seljist við sæmilegt verð.

Enn þessar forsendur voru ekki fyrir hendi í útgerð Norðlendings, og því fór sem fór. Stjórnvöld virðist hafa óttast í upphafi , að togstreita gæti myndast á milli Sauðkrækinga ,Ólafsfirðinga og Húsavík, ef þeir ættu sjálfir að sjá um reksturinn, auk þess sem það gæti reynst óhentugt að skipta honum í þrjá staði.  þá væri betra að fela útgerðina starfandi togarafélagi, sem gæti miðlað af reynslu og þekkingu og boðið upp á samnýtingu á ýmsum veigamiklum rekstrarþáttum og aðstoðað við sölu aflans.

Þetta sjónarmið hlaut að virðast skynsamlegt, en annmarkarnir voru margir. Í fyrsta lagi var útgerð togarans frá Akureyri fjarlæg eigendunum.  þeir fengu ekki tækifæri til að fylgjast með rekstrinum frá degi til dags og gátu í raun lítil afskipti haft að honum.  Í öðru lægi skipti það vafalaust einnig máli,að rekstur Útgerðarfélags Akureyringa gekk ylla um þetta leiti, og það var engan vegin vel í stakk búið til að taka að sér útgerð fyrir aðra.  kom það og í ljós,að þegar rekstur fyrirtækjanna var loks aðskilin um áramótin 1958-1959 og Norðlendingur hf. fékk sérstakan framkvæmdarstjóra ,fór allt að ganga betur.  Þá urðu skuldir og annar fortíðarvandi fyrirtækinu hins vegar að falli.  Í þessu viðfangi ber einnig að hafa í huga,að útgerð togarans Norðlendings hófst á slæmum tíma. togaraútgerð komin í öldudal um allt land er skipið kom norður og fyrirtæki með öfluga bakhjarla börðust í bökkum.  Af þeim sökum var kannski aldrei von til þess,að Norðlendingur hf.gæti borið sig.

Loks er þess að geta að togarinn Norðlendingur ÓF.4 var ekkert happafley. Ástand skipsins var slæmt, er það kom norður,alltaf gekk illa að manna það,og það varð fyrir ýmsum óhöppum á þessum árum,strandaði m,a.við Færeyjar árið 1960,og ýmiss konar bilanir voru tíðar.  Eigendurnir gátu þannig vart orðið óheppnari með skip, og útgerðarfélagi Akureyringa varð Norðlendingur eða Hrímbakur eins og hann hét eftir að hann fluttist til Akureyrar, engin búhnykkur.  Frá Akureyri var hann gerður út í rúm tvö ár, en lá annars við bryggju eða við festar á pollinum bæjarbúum til lítils yndisauka.    Árið 1966 var hann fluttur út að Krossanesi, og þar lá hann fram í Nóvember það ár.  þá slitnaði hann upp og rak stjórnlaus upp í fjöru í Sandgerðisbót.  Á leiðinni steytti hann á skeri og laskaðist,og í fjörunni sleit hann sæsímastreinginn til Svalbarðseyrar.   Í Sandgerðisbótinni lá skipið,uns það var selt í brotajárn og dregið til skotlands í Desember.

 


Vetrarríki á Tröllaskaganum

IMG 0880

Já það er sko komin vetur hér í Fjallabyggð. Gleðilegt ár allir sem hingað kíkja. En við hér fyrir norðan köllum nú þetta bara Hundslappadrýfu höfum oft sé það verra og erum bara þokkalega sátt við það, nú getur maður bar spennt á sig gönguskíðin við útidyrnar og látið sig hverfa eitthvað út í buskan ef gállinn er svo á mér, hef alltaf sagt að það séu forréttindi að búa á svona stað vonandi fær maður að hafa þennan snjó í friði fyrir náttúruvöldunum svo að yngri kynslóðin okkar fái að njóta sín hvort farið er á Skauta á Vatninu eða á skíði við Tindaöxl en það hefur nú ekki verið hægt að stunda þar skíði fyrir helfhfjggkl snjóleysinu og því verið að koma upp 2. snjóbyssum þar fyrir á vegum skíðafélags Ólafsfjarðar og með góðri hjálp bæjarbúa og þá verður nú hægt að skíða fram í júli hér (Kellll.) Vonandi verður komin nógur snjór hér svo að flatlendingarnir fyrir sunnan geti nú heimsótt okkur og notið skiðaparadýsarinnar hér og þurfi ekki að fara til útlanda til að komast á skíði. við tökum vel á móti öllum þeim gestum sem koma í mat og drykk eftir góða salíbunur um brekkurnar okkar og ekki má nú gleyma vestfirsku ölpunum Skarðdalnum á Sigló ekki nema 12 mínútur frá Fjallabyggð austri í gegnum fegurstu göng á íslandi, (kaalllinn) hef von um bjartara ár framundan og nú sé leiðin bara upp upp með hækkandi sól.


Jólakveðja

gledileg_jol_1049907.jpg

Gleðileg Jól allir þeir sem hafa heimsótt þessa síðu.og allir vinir mínir á fésbókinni.

Jón hans með glans


Héðinsfjarðargöng opnuð

IMG 0740

Lokksins lokksins lokksins Já það var fjör í Fjallabyggð Laugardaginn 2. Október þegar Héðinnsfjarðargönginn voru tekin í notkun mesta vegamannvirki á Íslandi til þessa Nú má hann snjóa heyrðist í einhverjum Frá SIGLÓ því nú kemst ég til Akureyrar í Bónus þegar mig langar til á klukkutíma hehehehe. Já þetta verður bylting í samgöngum hér á tröllaskaganum vonandi reinist það rétt og við sem búum hér í Fjallabyggð getum horft til bjartari tíma við þessa samgöngu bót, Til Hamingju með þetta Fjallabyggð


Síðasta sjóferð Súlunnar EA 300

IMG 0674

Súlan EA 300 er á leið erlendis til Belgíu í brotajárn,hún kom við í Ólafsfirði  til að taka járnadrasl sem hefur safnast hér upp undanfarin ár og gefst nú Fjallabyggð gullið tækifæri til að losa sig við það um borð í Súluna sem mun fara með það í leiðinni, Já þetta fræga  happa og aflaskip er nú að fara í sína síðustu sjóferð. en með óvenjulegan farm innanborðs í sinni síðustu sjóferð yfir hafið.


Steinn úr Héðinsfjarðargöngum

IMG 0656

Já það var á síðustu stundu sem Háfellsmenn komu með Steininn stóra úr Héðinsfjarðargöngum að Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði áður en formleg vígsluhátíðin skólans hefst, sem verður á morgun Laugardaginn 21 ágúst. Steininn er gjöf frá Háfelli til menntaskólans hér í Fjallabyggð.


Sumarhús í Brekkuskógi

IMG 0473

Það er nú nokkuð síðan ég hef verið á þessari síðu minni hálf skammast mín að hafa ekki látið í mér heyra hér en vonandi er mér fyrirgefin þessi leti í mér. Við gömlu settin brugðum okkur suður í sólina í sumarhús í brekkuskógi með Guðmundi syni okkar og Dragó ég náði þeim áfanga að verða 68 ára í þessari reisu okkar hjóna, og inn litu gestir til okkar í kaffi og kökur meðan við dvöldum þar. þegar dvölinni lauk í Brekkuskógi Fórum við hjónin niður í Grímsnes til Önundar og Boggu systur Bústýrunnar minnar þar sem þau eiga fallegan bústað þar, þau eru nýbúin að stækka hann og voru  að smíða pallana og grindverkið kringum stækkunar  þegar við komum til þeirra ég skellti ég mér bara í byggingar vinnu hjá þeim eða svona handlangari hjá Önna sagði frúin mín, sól og 20 stiga hiti var þessa 3.daga sem við stoppuðum hjá þeim áður en haldið var heim í fjöðrin fagra . Þetta var bara ansi góð sumarferð hjá okkur og þökk sé himnaföðurnum fyrir frábært veður allan tíman.


Sjómannadagurinn

IMG 0294

Sjómenn um allt land Ég óska ykkur til hamingju með daginn ykkar og að konurnar ykkar þær skipta öllu máli á þessum degi þó fyrr hefði verið.


Hugleiðingar á kleifagöngu

IMG 4783

Við hjónakornin Fórum á kleifargöngu í dag við settumst niður á fallegan stein í kleifarbrekkunni og horfðum í suður en það sem blasti við okkur var land sem okkur þótti bara reglulega fallegt, en nú er það allt í sárum stórum holum gröfum vatn hingað og þangað malahaugar út um allt semsagt martröð að líta yfir þetta. við hjónin vorum að spá hvað flokkur hér í Fjallabyggð mundi geta lofað okkur og staðið í lapppirnar og komið því í verk að gefa okkur svo fljótt sem auðir er aftur gamla landið okkar  sem við vorum svo stolt af og ánægð með. en grunur minn er sá að sennilega verður þarna  alltaf ummerki um þetta ljóta jarðrask á landinu sem  blasir við okkur í dag, því miður það verður sennilega næsta kynslóð sem fær það hlutverk að laga til eftir okkur því það er borin von hjá þessum háu herrum sem ráða í bæjarstjórn okkar að sjá sóma sinn í því að koma landinu í viðunandi horf þó ekki væri bara  að sína lit og byrja.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband