Færsluflokkur: Bloggar
Sólarupprás
8.8.2007 | 20:07
Hélt bara að kveiknað væri í bænum þegar ég vaknaði eldsnemma í morgun og leit út um eldhúsgluggann. þvílíkur roði á himni þegar sólin var að koma upp, ( varð að festa þetta á filmu) það var eins og íbúðin stæði í ljósum logum þegar ég leit í gluggana bakdyramegin þegar roðin speglaðist í gluggunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flýsapúsll
7.8.2007 | 21:14
Já það var nú hausverkur hjá mér um verslunarmannahelgina að púsla saman og flísaleggja stéttina hjá mér þegar stytti upp, og notaði ég tækifærið til að koma þessum flísum niður. Ekki veit ég hvort munstrið hjá mér sé neitt listaverk en er samt nokkuð ánægur með útkomuna , en ég var nú ekki alveg einn í ráðum með þetta, Bústýran og tengdasonur okkar voru nú líka inní myndinni á þessari hönnun, margar hugmyndir komu upp en miðað við nýtingu á flísunum ( 7. fermetrar Ljósar og 8.Fermetrar dökkar. það var lagerinn sem til var) kom þessi tilaga upp, og málið dautt .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fjallabyggðinn Mín
5.8.2007 | 18:10
Fékk mér göngutúr upp á golfvöll í dag í goðaveðrinu. það er ekki hægt að segja annað en fjörðurinn okkar hafi skartað sínu fegursta eftir úrhellisrigninguna í gær sem var afar kærkomin öllu gróðri í firðinum okkar þó fyrr hefði verið, varla komið dropi úr lofti í allt sumar. þegar ég leit yfir bæinn okkar og fjöllin í kring, kom upp í huga mínum gömul setning. ("Fögur er Hlíðin "Fer ekki rassgat) og það hef ég staðið við fram að þessu eða í 57 ár og er ekkert á förum, og er afar stoltur að hafa ekki haft löngun til að bregða búi og flytja úr firðinum, enda hef ég alltaf haldið því fram að það séu forréttindi að búa í svona fallegu bæ, laus við allt dressið hamagangin sem fylgir því að búa í Borg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Héðinsfjarðargöng
2.8.2007 | 20:46
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Júlínótt í Fjallabyggð Eystri
31.7.2007 | 18:11
Það vantaði ekki fegurðina þessa síðustu júlínótt sumarsins ég varð að fara út á nærklæðunum einum og smella mynd á þessari fegurð þegar ég leit út um eldhúsgluggann minn kl að ganga fimm í morgun. Enn einhverstaðar heyrð ég sagt þegar blikur væri á lofti boðaði það veðrabrettingu í aðsigi til hins verra, vonandi hef ég heyrt einhvera vitleysu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óvænt heimsókn
30.7.2007 | 19:38
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kleifarganga í sól og sumaryl
29.7.2007 | 22:11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hjólað sveitahrýngin
28.7.2007 | 18:46
Ég hjólað í dag Sveitahryngin sem er 16 km. Þetta gekk vonum framar hjá mér var svolítið sár í botninum eftir ferðina enda ekki vanur að hjóla svona langt í einu. Enn þetta venst ef maður heldur þessa reglu einu sinni í viku að hjóla svona ferð og komast í snertingu við náttúruna og viðra fyrir sé þessa fallegu fjallasýn sem Ólafsfjarðarsveit hefur upp á að bjóða. Það var gott að komast í heita pottinn og slappa af eftir þessa skemmtilegu hjólaferð hjá mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sæbjörg í Ólafsfjarðarhöfn
26.7.2007 | 21:27
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sigurbjörg Óf-1 komin í land
28.6.2007 | 21:04
Sigurbjörg Óf-1 kom i morgun inn til löndunar.
Aflaverðmæti 60 miljónir.
Reiknað er með að hún fari í Rússnesku landhelgina í næsta túr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)