Færsluflokkur: Bloggar

Í Sól og sumaril

Aðalgata 44   Það er ekki að spyrja af veðrinu fyrir norðan 12-15 stiga hiti dag eftir dag þannig að maður verður að vökva næstum því tvisvar á dag svo grasið brenni ekki Hehehe.

Héðinsfjarðargöng

IMG_4822Skrapp inn í göng í gær til að mynda, og skoða hvað okkar menn væru að kljást við, það ætlar að verða erfitt fyrir þá að komast fram hjá þessum vatnsgangi það hefur gengið frekar hægt síðan byrjað var að bora og sprengja eftir 7 vikna stopp vega vatnslekan í göngunum okkar megin eða Ólafsfjarðarmegin vonandi fer þessu vatnagangi að ljúka svo verkið komist á fulla ferð aftur. Ég stoppað þarna stutt við því það lak svo mikið vatn úr loftinu þarna , þar sem þeir voru að  bora og þétta og styrkja bergið og myndavélin min ekki vatnsheld.

Nú er allt komið á fulla ferð í Héðinsfjarðargöngunum

Vatn rennur út úr tvemum 25.m Ransóknarholum sem boraðar voru inn í bergiðÞetta var erfiður tími fyrir suma að bíða eftir því að borun hæfist á ný. Enn nú geta menn glaðst hér í Fjallabyggð Eystri. drunurnar og hávaðin frá spreingingunum er byrjaður og allir geta farið að brosa á ný.

Sjómannadagurinn 2007

Sigurbjörg ÓF-! Ég óska öllum sjómönnum  um land allt til hamingju með daginn.

 


Vorhret á kosningardag í Fjallabyggð Eystri

IMG_4310 Það var nú ekki amalegt að geta farið á gönguskíði til að kjósa í gær, enda forréttindi hjá okkur hér fyrir norðan að að geta tekið fram skíðin aftur þegar komið er fram í mai og stundum í byrjun júní. 


Vatnsgangur í Héðinsfjarðagöngum Ólafsfjarðarmeginn

IMG_3956

Starfsmenn Metrostav í Héðinsfjarðargöngum Ólafsfjarðarmeginn hafa verið að berjast við vatnsleka í rúma viku og öll vinna legið niðri við borun og sprengingar á meðan. Vonandi verður þessi vatnsgangur ekki til að tefja verkið mikið og það verði hægt að vinna upp þessar tafir þegar fram líða stundir og okkar menn komist á fulla ferð aftur við að bora og sprengja. 


Héðinsfjarðargöng Ólafsfjarðarmeginn

Verið að hlaða í holurnarFór inn í gönginn í gær verkið gengur bara vel komnir 1100 metra. Ekkert frý verður tekið um páskahelgina nema á sunnudagin frá kl 12. á hádegi til til kl 24 á miðnætti.

Sparidagar á Hótel Örk

Hotel Ork HveragerdiÞá er maður komin heim úr fimm daga ferð á Hótel Örk. Þar vorum við með eldri borgurum frá Akranesi og Kópavogi. Sannkallaður gleði hópur. Það var mikið dansað, spilað og sungið. Uppákomur á hverju kvöldi í boði hússins og félaga eldri borgara.
Ef menn koma ekki endurnærðir og hressir úr svona ferð þá mega menn fara að hugsa sér að panta sér herbergi á dvalarheimili aldraða.


Komin á bloggið

Sveinn og Valdi FrændiJæja, þá er maður búinn að skrá sig á moggabloggið. Vonandi verður maður duglegur að skrifa einhverja skemmtilega pistla og fréttir um daginn og veginn hérna í Fjallabyggð eystri.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband