Færsluflokkur: Bloggar

það vantar snjóinn???

Jón HansHver skyldi nú trúa því að maður kæmist ekki á snjósleða hér í fjallabyggð Eystri um miðjan desember. Ég er búin að búa hér síðan 1950 og hef ekki séð svona tíðarfar og litin snjó hér á aðventunni. Enn nú er öldin önnur svo sannarlega. Hér áður fyrr þurfti maður stundum að moka börnin sín út svo þau kæmust í skólann slíkt og þvílíkt var fannfergið hér í desember.Það hefði stundum verið gott að eiga svona fák á þeim tíma. Enn í dag fer maður bara út í bílskúr núna og klæði sig upp sést á fákinn og lætur sig bara dreyma um að maður sé komin upp á fjöll að skoða náttúrunna og fjallasýnina í miklum snjó og góðu veðri klæða sig svo úr gallanum koma síðan inn og segja við bústýruna "fagurt var á fjöllum í dag elskan."  Enn það er nú spurningin hvort þolinmæðin verði nú yfirsterkari og maður sætti sig bara við þetta ástand og fái sér bara fjórhjól  í framtíðinni til að komast á fjöll, enn nú í dag þarf maður að fara með snjósleðanna á kerrum langar leiðir til að finna smá skafl að djöblast í , ég varla trúi þessu bara. 

Jólaljósaskreytingar

 

"Já" þeir eru nú duglegir hér í fjallabyggð Eystri við að skreyta húsin sín.  Ég fékk mer smá heilsubótagöngu í góða verðinu í ljósaskiptunum í dag og skoðaði jólaskreytingarnar á þeim húsum sem voru komin í jólabúningi og klár að taka á móti skammdeginu þegar birta nitur ekki við nema  2-3 tíma á Sólarhringnum og skammdegið í hámarki. Enn það er nú líka hægt að ofskreyta húsin sín líka, það verður að passa það (Lúkkið)  "fyrrgefið orðalagið" í skreytingunni sé í nokkru samræmi við Húsin Trein og garðinn þannig að ljósin fái að flæða og mynda fallega umgjörð um það sem skreyta á.  Mér sýnist þetta nú að vera að takast  hjá flestum og Bæjabúum  og þeir nokkuð meðvitaðir hvernig  á að gera þetta og ljósaskreytingarnar séu alltaf að verða fallegri og fallegri með hverjum jólum enda er úrvalið af jólaljósunum og jólafígúrum alveg ótrúlega mikið í dag og ekkert dýrt miðað við svo margt annað sem fylgir þessum blessuðum jólum. Og farið nú varlega í stigunum og þegar þið eru að setja upp jólaljósin ykkar svo að allir geti verið heilir á jólunum í faðmi fjölskyldunnar. Wink


Komin heim úr útlegðinni

100_0900Jæja þá er maður nú komin heim aftur og komin smá jólafílingur í mann. Enn nú þarf maður að fara að huga að jólaljósunum hjá mér, þó að sunnlendingarnir séu mánuð á undan okkur öllum hér í Fjallabyggð  þá fer maður nú ekkert á taugum þó að ég eigi eftir að skreyta allt í bak og fyrir hjá mér þó það sé nú komin Desember enda sennilega einn af gamla skólanum með það að hefja ekki jólaundirbúning fyrr en á aðventunni og ætla bara að halda mér við þann sið.

Vonandi næ ég að koma öllu þessum ljósum upp hjá mér í tæka tíð áður enn hátíðin gengur í garð, og farið varlega í jólaundirbúningnum og passið ykkur á myrkrinu.

 

 


Orðin Grindavíkurbúi???

Lóa að taka út verkið

Jæja þá er maður staddur í grindavík þessa stundina. við  hjónakornin tóku að okkur að passa eitt hús þrjú barnabörn og tvo hunda í viku . það verður örugglega nóg að gera hjá okkur þessa viku, fara á göngu með hundana koma krökkunum í skólann og halda utan um þennan hóp svo vel fari, sem betur fer eru við ekki alveg nýgræðingar í þessari vinnu svo þetta ætti nú að blessast allt saman.                                                                       við sem búum norðan heiða látum nú okkur nægja að gera jólainnkaupin í heimabyggð eða mestalægi skroppið til Akureyrar. enn hér á stór Reykjavíkursvæðinu þurfa sumir að skreppa til Ameríku til að gera jólainnkaupin sýn og segja það borgi sig fjárhagslega eins og staðan er í dag hér á Íslandi það er nú engin furða þó ég klóri mig í skallanum og reikni og  reikni fæ þetta dæmi ekki til að ganga upp enda lærði ég aldrei mengi í skólanum eða kannski orðin of gamall til að skilja þessar reiknikúnstir sem menn nota í dag,


Allt á floti

IMG_6110

Það er búið að vera mikið álag á mér síðustu þrjár vikur að koma íbúðinni minni í stand  og hef því lítið geta sinnt þessari Blogg síðu minni. en vonandi fer þessu að ljúka í bili. Ég þurfti að brjóta upp gólf og rífa allt niður í eldhúsi og þvottahúsinu vegna ónitar lagnir í gólfi og skipta um allt alla leið út úr húsinu bæði heita og kalda vatn. það var því ekki komist hjá því enn að íbúðin mín var næstum fokheld á tímabili meðan verið var að koma þessu í lag aftur. Enn ég fékk góða aðstoð við að koma þessu í lag aftur frá Heiðurshjónunum Onna  og Álfheiði frænku  og Einari Þórarins sem hjálpaði okkur að leggja leiðslunnar í gólfinu.  þetta var og er mikil vinna en samt unnin á met tíma að ég held. Vonandi verður þetta allt búið þegar afventan rennur í garð.


Sláturtíðin hafinn

Horft í norðvestur yfir bæinn

Nú eru Ólafsfirðingar á kafi í slátrum þessa daganna í haustblíðunni. það er nú engin búmaður sem ekki tekur slátur. þetta er nú hollur matur og góður og gott er nú að fá sér slátur með grjónagrautnum eða sjóða sér svið þegar vetrarkuldinn skellur á og ekki sér á milli augna vegna snjókomu. þá er innipúkinn í algleymingi hjá manni á þá er gott að narta í einn og einn kjamma með rófustöppu og mús og breiða svo upp fyrir haus og mala eins og köttur þangað til stittir upp.


Firsti Snjórinn fallinn

nullþar kom að því að við í fjallabyggð Eystri fengum fyrsta snjóhretið þó eru enn 20 dagar í fyrsta vetradag ennþá en það er nú svo að ekki fer nú náttúran alveg eftir almanakinu okkar það höfum við svo oft rekið okkur á. Enn það verður  örugglega  unga kynslóðin sem  fagnar þessu hreti og strax byrjað að búa til snjókalla og ýmis önnur listaverk úr þessum snjó.

Gránað í fjöll

Ólafsfjörður Það er farið að verða hauslegt í firðinum okkar, farið að grána í fjöll og haustlitirnir í fjöllununum að koma betur og betur í ljós. við þurfum ekki að kvarta undan sumrinu það var gott en heldur í þurrari kantinum.  Berjaspretta góð þannig að það má segja að við hér á Tröllaskananum erum bara nokkuð vel búnir að taka á móti þessu hausti og vetrinum sem framundan er í þetta sinn.

Svanaþíng á Ólafsfjarðarvatni

2

Það er nú langt síðan ég var hér, enda verið á flakki og lítið verið heima, en er nú komin heim og reyni að láta í mér heyra og láta eitthvað myndaefni fylgja með.

Ég fór í dag hringferð í kringum vatnið í góðaveðrinu í dag og rakst þá á þessi þrenn Svanahjón og ein voru með einn unga enda grár á litin ennþá. Það hefði mátt halda að þessi hópur væri kannski að spá í hvenær þau ættu að halda á brott héðan, áður en haustið skellur á með kólnandi veðri.  Mér sýndist nú einn þeirra aðallega hafa orðið og leggja mikla áherslu á það sem hann var að predika um.


Málað í Grindavík

Málað að kappi 

Já ég skellti mér suður í síðustu viku og hjálpaði elsta syninum mínum að mála húsið hans. ekki vantaði blíðunna þarna í grindavík hef sjaldan lent í betra veðri 15 til 20 stiga hita dag eftir dag og því var ákveðið að nota tíman vel og mála eitt stykki hús og girðinguna kringum húsið. verkið gekk vel enda vorum við feðgarnir vel skipulagðir og vorum harðákveðnir að klára þetta verk áður en það færi að rigna næst. Síðan skelltum við okkur í Bláalónið til að ná af okkur málningarklessunum. Á Laugardaginn skruppum við feðgar upp í Landmannalaugar með Gumma og Sölva Ínumundar þeir ætluðu að hjóla Laugarveginn og niður í Þórsmörk sirka 11 tima ferð hjá hjólaköppunum, og það tókst hjá þeim enda  veðrið frábært á þessari leið sögðu þeir og útsýnið alveg snilld.  Þessari suðurferð hjá endaði svo með menningarnótt í Höfuðborginni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband