Færsluflokkur: Bloggar
SJÓMANNADAGURINN
31.5.2008 | 23:08
"Já Kæru Sjómenn þið eru hetjur hafssins."
GLEÐILEGA HÁTÍÐ
Jón Hans með Glans, óskar ykkur Öllum um land allt og Fjölskyldum ykkar til hamingju með þennan glæsilegan dag.
Bloggar | Breytt 1.6.2008 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gamla steipustöðin rifin
29.5.2008 | 21:45
Sementstankarnir á gömlu steypustöðinni í múlanum hafa nú verið teknir niður og steypustöðin fjarlægð. Margar hugmyndir hafa komið upp hér í Ólafsfirði milli manna hvað væri hægt að búa til á þessum tveimur sílóum, sumir vildu láta mála karl og kerlingu á tankanna þannig að þegar maður kemur út úr Héðinsfjarðargöngum eða Múlagöngum þá myndi blasa við þeim karl og kerling og eftir að Siglufjörður og Ólafsfjörður runnu í eina sæng og urðu að Fjallabyggð, hefði þá ekki verið sniðugt að mála tvo kalla á þessi Síló og þeir skírðir Ólafur Bekkur og Þormóður Rammi loksins sameinaðir. Enn kanski voru þessar hugmyndir bara tóm þvæla og vitleysa eða kannski var þeim aldrei komið á framfæri þeirra manna sem kannski hefðu geta komið þessum hugmyndum okkar í framkvæmd "eða vantaði kannski bara peninga í þetta"? nei það held ég ekki , þetta hefði ekki kostað það mikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjasta sportið í dag
27.5.2008 | 19:26
Já, já, það þarf ekki mikið í dag til að koma sér á loft og fljúga um loftin blá. þetta sport hlíttur að verða vinsælt fyrir þá sem hafa áhuga á að sitja í stól með smá mótor og hreyfil á bakinu og fallhlíf og flogið eins og fugl í 4 tíma ef svo ber undir, og skoðað landið frá því sjónarhornið. Ég fylgdist með þessum flugmanni smá stund og þegar hann lenti þá stoppaði hann mótorinn og lenti mjúklega eins og þegar fallhlífarmenn lenda, þó að hann hafi verið með þetta allt á bakinu. þegar hann var lentur fór ég að skoða þessi tæki og tól og fanst mér þetta vera nú einfaldara en þegar maður er með fallhlíf í staðin fyrir flugdreka og svo fer nánast ekkert fyrir þessu eða tvær töskur og hoppa upp í bílinn aftur og fara á annan stað.
"Þetta var nú sko eitthvað fyrir mig" en bara of seint, því í andsk#######voru þeir ekki búnir að finna þetta upp fyrir svona sirka þrjátíu árum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Héðinsfjarðargöng
20.5.2008 | 15:34
Þá eru þeir komnir í gang Siglufjarðargengið og byrjaðir að að bora á móti í Héðinsfirði og gengur verkið bara vel fóru 9 metrum lengra í síðustu viku enn geingið Ólafsfjarðamegin.
Frá Héðinsfirði voru sprengdir 52 metrar, og er heildarlengd ganga þeim megin orðin 72 metrar.
Ólafsjarðarmegin voru sprengdir 43 metrar og er heildarlengd ganga þeim megin orðin 3.154 metrar.
Samtals er því búið að sprengja 6.866 metra eða um 65/¨prósent af heildarlengd ganga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er komin aftur
15.5.2008 | 17:50
Komið þið sæl öll sömu sæl. það er búið að vera vesen á tölvunni minni í vor sem endaði með að móðurborðið sprakk í loft upp og þá missti ég samband við umheiminn að mér fannst, alveg makalaust hvað maður er orðin háður þessu apparati ég var eins og vængbrotin Háfur og vissi nánast ekki neitt hvað ég átti af mér að gera, en það voru vorverkin í garðinum sem björguðu dauða tímanum hjá mér fyrir horn meðan talvan mín var á gjörgæslu í rúma viku, og er nú komin í lag ný og fersk og nú þarf ég að fara að læra allar aðgerðir upp á nýtt og sennilega að fara að rifja upp enskuna því allar aðgerðir eru nú á ensku en ég var með íslenskt forrit í þeirri gömlu. Nú er bara að sjá hvernig mér gengur að aðlagast nýja kerfinu í tölvunni. Mynd. Bjarkey Gunnarsdóttir tekin ofan af Múlakollu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
BANDÝ- MÓTIÐ 2008
4.5.2008 | 11:38
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BANDÝ-MÓT
2.5.2008 | 20:02
Þá er komið að hinu árlega Bandý-móti hér í Ólafsfirði Laugardaginn 3 maí. Hefst með skrúðgöngu kl 11. frá Tjarnarborg. Þessi uppákoma og skemmtun og keppni má engin missa af núna. það voru mörg lið í firra sem tóku þátt og búningar of búningar aldrei verið skrautlegri enda mikið í þá lagt. Eitt lið kom alla leið frá Reykjavík í fyrra til að taka þátt í þessari árlegu skemmtun okkar sem búin var til hér í Ólafsfirði fyrir nokkrum árum og hefur verið ein besta skemmtun ársins. 17.lið taka þátt núna í þessu móti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvítasunnuhretið komið
30.4.2008 | 20:42
Löndun úr Mánabergi Óf 42 í slydduslabbinu í dag. Túrinn hjá þeim gerði 95 milljónir og er það bara nokkuð gott miðað við þann niðurskurð á aflaheimildum sem sjómen urðu fyrir á þessu ári. það má nú segja að það hafi verið frekar stutt í annan enda á þessu vori hjá okkur þó svo sumarið sé byrjað á Almanakinu en við erum ýmsu vön hér og hvítasunnuhretið sem við köllum hefur nú sjaldan klikkað, og "illu er best aflokið" og vonandi getur maður farið að snúa sér aftur að vorvekunum, en þau hafa legið alveg niðri í þessu kuldakasti og kartöflugarðurinn komin á kaf í snjó aftur "úppss"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fagnar Sumri
27.4.2008 | 21:57
Já þessi Bliki fagnar sumrinu vel, sennilega orðin langeiður að bíða eftir að sumarið komið, eða er hann kannski orðin ástfangin og komin vorfiðringur í hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vermundarstaðir fær nýtt þak
23.4.2008 | 23:44
Ég skrapp inn í fljót í dag í Sólinni þegar ég kom til baka var verið að skipta um járn á þakinu á Vermundarstöðum hér í sveitinni.Ég stoppaði þar og fór að spjalla við Björn Ara hvað væri í gangi á Óðalinu hans Mikka. Var þetta hús kanski orðið 4.bala hús eins og gárungarnir segja þegar loftið er orðið eins og Tesía og balar í hverju horni. Björn bauð mér í körfuna og lyfti mér til að taka myndir Frá því sjónarhorni, Ekki neitaði ég þessu boði, fór í körfuna hann lyfti mér eins hátt upp í loftið og hægt var svo útsýnir væri betra fyrir myndatökur smá fiðringur fór um líkamann minn þegar í loftið var komið og leit niður, ég tók myndir í hvelli og bað Bjössa svo að slaka mér niður því ég var ekki eins kaldur og ég hélt. en þetta blessaðist nú allt saman, enda öllu betra að vera jarðbundin við að taka myndir enn að hanga upp í einhverjum körfuKrana við myndatökur.
Bloggar | Breytt 25.4.2008 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)