Færsluflokkur: Bloggar

Frýstundabyggð á þverá er að rísa

Frýstundabyggð að rýsa á jörðinni Þverá

 Það er nú engi niður sveifla í summahúsasmíði hér í sveitinni við erum kannski svo einangruð hér að það verði sennilega allt komið á uppleið aftur þegar við fréttum að því.

 Það er nú búið að vera mikil uppbygging á jörðinni Þverá og í Hólkotslandi og Nýtt hús komið á jörðina á Bakka og verið er að klæða það að utan. með þessu áframhaldi get ég ekki séð anna enn að það verði bara lífleg hér í sveitinni þegar allar þessar framkvæmdi verða búnar og fólkið farið að koma og njóta sælunnar sem þessi sveit býr yfir. Þetta er fólk úr ýmsum stéttum sem eru að kaupa þessar jarðir einn Tannlæknir,annar sálfræðingar, prófessor, byggingaverktaki og ég veit ekki hvað, kannski bara öll flóran verði komin í þessa sveit og við komnir í þjónustugeirann við að aðstoða þetta Fólk í framtíðinni.

 

 

 

nu


Bryggjuveiði

Bryggjuveiði

 það hafa eflaust margir gestir farið heim af Nikulásarmótinu með nýja ýsu í soðið því ekki klikkaði bryggjuveiðin hjá þeim sem höfðu tíma í öllu amstrinu og fóru að veiða þessa helgi með fjölskyldunni, eflaust hafa þessir gestir vitað að hér sé hægt að veiða bæði þorsk og ýsu utankóda án þess að fara á sjó og tekið með sér veiðigræjurnar í þessa helgarferð til Ólafsfjarðar á þetta mót. 

 


NIKULÁSARMÓTIÐ

1

Já nú er allt að gerast ,gestir streyma að og koma sér fyrir á tjaldstæðunum teingja vagna og snúrur liggja inn um annan hvern glugga hjá bæjarbúum  og þeir hörðustu sem hjálpa gestunm með straum á vagnanna   fá sér bara skyr og spara því rafmangið hjá sér svo gestirnir hafi nógan straum þetta er að verða en flækja að köpplum og það er nú bara tveir menn sem geta þetta enda séní í svona teingingum þeir heita  Straumur stuðfjörð og Skúli Rafvirki enda eru þeir allaf í Stuði með Guði þó ýmislegt fari nú úrskeiðis þá reddast þetta.

 


Nikulásamótið

Nikulásamót

Þá er er Nikulásarmótið að skella á hér í Ólafsfirði og allt að verða tilbúið. Reiknað er með 800 hundruð krökkum sem munu keppa hér í knattspyrnu um helgina og mun þetta mót vera það stærsta mót sem haldið er og sennilega það vinsælasta og bæjarbúar munu sennilega þrefaldast þessa helgi. það verður eflaust mikið fjör og hulum hæ þessa helgi. Vonandi verða veðurguðirnir góðir við okkur eins og alltaf þegar svona uppákoma er, alla veganna að hann hangi þur


Vélflugdreki á rúntinum

Flugdreki á rúntinum

 "Úppssss" Ég hef nú oft séð skrítin faratæki fara eftir Aðalgötunni hér í Ólafsfirði þar sem ég á heima, en þetta er nú það furðulegasta  sem ég hef séð á rúntinum, Vélflugdreki á hægu tölti upp Aðalgötu og inn á tjaldsvæðið okkar sem er í miðjum bænum. sem betur fer  var nú lítil umferð sem kom á móti en þess meiri sem kom á eftir þessu faratæki. Held að þessi uppákoma hafi verið eitthvað í sambandi við ættarmótið sem er þessa helgi í Ólafsfirði og því margir á tjaldstæðinu þessa helgi og margar uppákomur hjá þessari ætt. Eflaust hafa einhverir verið hátt uppi þessa helgi en þessi vilja toppa það á örðuvísi hátt og var því hæðst uppi allra á þessu ættarmóti með nýtt hæðarmet.  þess skal getið að ég tók aðra mynd skömmu áður af þessum flugdreka og þá var hann þar sem svona faratæki eiga að vera. 

 


Lítadýrð á himni

Horft í norðvestur

Það mætti halda að skóaeldar geisuðu handan við Fjöllin þegar horft er í norðvestur frá heimilinu mínu hér í Ólafsfirði, en sem betur fer er þetta nú bara miðnætursólin að lýsa upp skýjabólstranna sem eru óðar að hverfa eftir kuldahretið sem kom fyrir nokkrum dögum. Tók þessa mynd kvöldið 2 júní.


Sumarhret

IMG_9791

"Nei nei" það er ekki komið haust, bara smá kuldakast og sólin fór frá okkur í byli  þá er bara að draga fram lopapeisuna , ullarbrókina og regngjallan þessa helgi því  blúshátíðin stendur sem hæðst hér í Fjallabyggð Eystri. það hefði svo sem verið allt i lagi þó himnaföðurnum hefði beðið með þetta kuldakast svona fram á mánudag, en ekki verður á allt kosið, það er nú bara há sumar ennþá og vonandi Hlínar hann fljótt aftur enda við ýmsu vön hér á Tröllaskaganum þegar veðrið er annarsvegar og gleymum fljótt þó dynji á okkur svona eitt lítið sumarhret.  

 

 


Veitt í soðið fyrir Ömmu og Afa

Veiðin hafin

Bryggjuveiðin hafin hér í Ólafsfirði og ferðamennirnir farnir að koma á húsbílunum og að veða sér fisk í ferðalagið  sumir koma þrisvar yfir sumarið, þeir segja þetta paradís til fiskiveiða hér enda allar sortir í gangi ýsa og þorskur í bland hér er ekkert kódastríð allir eiga sama rétt og veiða hér á Hafnagarðinum það er oft  gaman að koma þarna og hitta ferðafólk sem kann að njóta þess að veiða sér í matinn. Ég fór í kvöld með tvo barnabörn mín að veiða í soðið og ekki komum við nú með öngulinn í rassinum. Afin hafði nú eingu gleymd í þessari íþrótt og fékk fyrstu ýsuna  og svo tóku barnabörnin við steingunum og afinn fór í aðgerð 100 kíló lágu eftir klukkutíma veiðin mest ýsa það voru ánægðir fiski menn sem komu heim til Ömmu með aflabrögðin.


Í sól og sumar í Grímsnesi

1

Skrapp í sumarbúðstað í viku fyrir sunnan með fjölskyldunni 15-20 stiga hiti alla daga, þetta var eins og sólarstrandaferð vantaði bara ströndina og sjóinn en allt hitt til staðar frá bær ferð með næstum því allri fjölskyldunni þessa daga en það vantaði samt 4 elstu barnabörnin okkar í þetta Afmælis og fjölskyldumót, mætti endur taka þetta oftar svona litið ættarmót eru alveg frábær. 


Í sól og sumar il fyrir norðan

Séð yfir Flæðar

 Einmuna blíða er búin að vera hér í Ólafsfirði 15- 20 stiga hiti síðustu daga gróðurinn komin vel á veg sumarblómin komin á sinn stað hjá flestum og skólakrakkarnir að byrja í bæjarvinnunni við að fegra og snyrta bæinn okkar þannig að við ættum að vera í stakk búin til að taka á móti Þjóðhátíðardeginum sem er jú, alveg að skella á. Þótt veturinn sé langur og stundum erfiður  og vorhretin stundum að stríða okkur hér á Tröllaskaganum þá held ég að það sé betra að búa hér í kirðinni úti á landi og losna við allt stressið sem fylgir því að búa í Borg, kannski er þetta í genunum í mér hef aldrei hugsað um annað enn að tíminn væri afstæður hjá mér og því ekkert gefin fyrir því að verða borgarbarn enda hefur mér alltaf fundist, að það væru forréttindi hjá þeim sem vilja og geta búið á svona stöðum úti á landi. Maður hefur nú heyrt það stundum þarna fyrir sunnan að sumir þurfi bara að sofa hratt til þess að finna sér tíma í hitt og þetta. 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband