Færsluflokkur: Bloggar
Ný gata og uppfylling
22.4.2008 | 18:18
Framkvæmdir við uppfyllingu og nýja götu er hafin hér í Ólafsfirði. það þarf að fara mörg ár aftur í tíman til vita hvenær var ný gata og uppfylling fyrir lóðir við hana á dagskrá síðast. þessi uppfylling er á svonefndum flæðum syðst í bænum við Ólafsfjarðarvatn og kæmi mér ekki á óvart að gatan yrði látin heita Bakkabyggð, því Allar götur þarna enda á byggð. Vonandi verður þetta einhver vísir að uppbygging sé hafin á ný hér eftir langa stöðnun og íbúar megi nú fara að líta björtu augum á það að nú sé framundan betri tíð með blóm í haga, og nú sé að hefjast nýr kapituli hér á ný með batnandi samgöngur bæði í Vestur og Austur. Vonandi eigum við eftir að sjá Fjallabyggð rísa af værum blundi eftir langan þyrnirósasvefn með nýjar hugmyndir og framtíðarsýn hér í Fjallabyggð Eystri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vor í lofti
19.4.2008 | 21:24
Já það vantar ekki að vorið sé farið að gera vart við sig hérna í Fjallabyggð Eystri, sól og logn og rennisléttur fjörðurinn dag eftir dag. Snjórinn að bráðna undan hækkandi hitastigi með hverri vikunni sem líður og Sumardagurinn fyrsti eftir tæpa viku. þessi vetur hefur verið frekar snjóléttur miðað við hér áður, og komum við bara vel undan vetri, og alltaf er það nú gaman þegar sól hækkar á lofti og daginn fer að lengja og grásleppukarlarnir hér komnir á fullt, og geta nú svo farið á bryggjuna og sníkja sér Rauðmaga í soðið hjá þeim "sem við köllum nú vorboðann ljúfa". þetta allt er nú staðfesting á að vorið sé nú lokksins komið og sumarið sé framundan með allri sinni dýrð.
Bloggar | Breytt 20.4.2008 kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kántrý kóngar Islands
17.4.2008 | 22:42
Sæll Bróðir Sigurður Helgi Flott mynd af ykkur Kóngunum það er aldeiliss að gott að þetta gangi svona vel í nýja bandinu ykkar. á svo að skella sér í útrás með allt heila klapparið mér finnst þú vera komin með það klára kalla í að vinna þetta með þér í þessu og ef þetta gengur ekki upp hjá ykkur núna, þá er eitthvað að í þessu þjóðféagi. Ég heyri lagið sem þú sendir á síðunni hans Sverir var svolítið að átta mig hverir væru að syngja fannst eittvað kannast við eina rödd þarna, Gömlu hjónin spilum það á hverju kvöldi ef platan verður eitthvað í þessum dúr, þá þurfið þið ekki að hafa áhyggur Nú held ég að þú sért að finna þig í þessum kántrýbransa Loksins lokksins eftir öll þessi ár til mamingju með árangurinn. og gangi þér vel í útrásinni, Mátt senda mér sýnishorn af þessum lögum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Héðinsfjörður
2.4.2008 | 21:14
Svona Blasir við manni Gatið í fjallinu Héðinsfjarðarmegin. nokkrir sleðamenn fóru frá Ólafsfirði Útsýnisferð í Héðinsfjörðin í blíðunni í dag, og myndavélin með í för. Gott sleðafæri var og fjallasýnin ólýsanleg Þvílík fegurð sem blasir við manni þegar upp á fjöllin hér er komið, það er sama hvort vetur eða sumar er á þessum slóðum það er alltaf jafn fallegt á þessum slóðum enda Tröllaskaginn sannkölluð Náttúruperla fyrir fólk sem hefur gaman að fara á fjöll á Sleða eða gangandi á sumrin og skoða landið frá því sjónarhorni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Komnir í Héðinsfjörð frá Sigló
25.3.2008 | 13:38
Gat komið út í Héðinsfjörð Siglufjarðarmegin svona birtist Héðinsfjörður bormönnum á Föstudaginn langa þegar þeir höfðu slegið í gegn með norðurljósin í fullum skrúða. Ljósmynd Eduard Straka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Komast þeir í gegn um Páska ??
20.3.2008 | 12:25
Nú er allt að gerast í Héðinsfjarðargöngum Siglufjarðarmegin 20 metrar eftir í gegn í Héðinsfjörð, frá Sigló niðurtalning hafin, eins gott að vera ekki á ferð í hlíðinni Héðinsfjarðarmegin um Páskanna vegna snjóflóðahættu þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sól og snjór og renni vert
17.3.2008 | 21:42
Já það vantaði nú ekki góða veðrið í gær Sunnudaginn eftir snjó og sliddu slappið sem hefur verið hér undanfarna daga í fjallabyggð Eystri. Nú voru tekin öll þau tól og tæki dregin fram og farið á Gullatúnið og fengi salíbunu og smá lit í andlitið í leiðinni meðan sólin skein eftir inniveruna undanfarna daga og tölvugláp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Snjórin í Grindavík
7.3.2008 | 20:50
Já svona var nú umhorfs hjá flatlendingunum í Grindavík í vikunni sem leið,allt á kafi mætti halda að þessi mynd væri tekin fyrir Norðan. Ég skrapp í heimsókn til Grindavíkur í vikunni og lá við að ég yrði að moka mig bæði inn á kvöldin og út á morgnanna hefði betur tekið með mér skíðin í þessari ferð heldur en bröltast um á bíldruslunni á milli bæja. Núna á ég betur með að skilja hvað er í gangi þarna fyrir sunnan þegar öll umferð er í uppnámi og allt á kafi í snjó því það tekur langan tíma að læra að keyra við svona aðstæður og því margir sem lenda í vandræðum því margir bílar eru nú ekki tilbúnir að takast á við þessar aðstæður þarna þegar svona viðrað sem má segja að sé nú afar sjalgæft á þessum slóðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Héðinsfjarðargöng
25.2.2008 | 16:39
Hérna má sjá á þessari mynd hvernig staðan er í dag við framkvæmdir á HÉÐINSFJARÐARGÖNGUM.
Ólafsfjarðarmegin voru sprengdir 22 m. en þar var einnig unnið við bergþéttingar auk þess sem unnið var við bergstyrkingar í snúningsútskoti. Lengd ganga orði 2.551 m.
Siglufjarðarmegin gekk það bærilega í síðustu viku fóru 53.m. Lengd ganga þeim megin 3.431 m.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Komin heim úr Norskri landhelginni
11.2.2008 | 22:08
Sigurbjörg ÓF-1 kom heim til löndunar í nótt með rúmar 140 miljóna króna túr eftir 30 daga.Sigurbjörg var á veiðum norður af Noregi
það gekk nú á ýmsu í þessum leiðangri var frekar óheppin brælur hömluðu veðum og svo kom kom bilun í vél í túrbínunni þannig að hún þurfti að fara í land í Tromsö og láta gera við þessa bilun. þetta tafði túrin um 5 sólarhringa sem þeir hefðu geta veri lengur á veiðum og hefðu kannski náð að fylla skipið en það var bara alveg herslumunur að það tækist. En það er nú ekki allar ferðir til fjár en þeir mega nú bara samt vel við una þó það hafi farið mánuður í þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)