Færsluflokkur: Bloggar
Héðinfjarðargöng
11.9.2008 | 23:33
Skrapp inn í Göngin Ólafsfjarðarmegin það hefur frekar lítið gengið þessa daganna en samt þokast þetta nú í rétta átt. það er ótrúlegt að sjá þær aðstæður sem þessi menn eru að vinna við þessa stundina þeir eru að berjast við vatnssaga lélegt berg og skítakuldi þarna inni þeir eru í ullarpeysum og regngöllum utanyfir. Þeir eru búnir að klæða járnplötur í loftið til að minka mestan lekan og voru að klára að bora fyrir sprengingu og vonuðust að eitthvað betra berg væri framundan.
Ekki þorði maður að vera með myndavélina mikið uppi vegna raka og mengun frá bornum og frekar lítið skigni inn við stafninn.
Bloggar | Breytt 12.9.2008 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Aflafréttir
31.8.2008 | 20:01
Frystitogarinn Mánaberg ÓF-42 kom inn til Löndunar í dag Sunnudag eftir 23 daga útivist Aflaverðmæti rúmar 100 miljónir, ekki var að heyra annað en skipshöfnin væri bara þokkalega ánæg með veiðiferðina og aflabrögðin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gröftur Héðinsfjarðarganga gekk vel í síðustu viku.
26.8.2008 | 22:10
Þessi mynd sýnir stöðuna í dag á Héðinsfjarðargöngum.
Frá Ólafsfirði voru sprengdir 51 m. og er lengd ganga þeim megin frá 3.525 m.
Frá Héðinsfirði voru sprengdir 52 m. og er lengd ganga þeim megin frá 921 m.
Samtals er búið að sprengja 8.086 m. eða 76,5 prósent af heildarlengd.
Enn á báðu stöfnum var unnið við gerð neyðarútskota
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Héðinsfjarðargöng Ólafsfjarðarmeginn
21.8.2008 | 20:58
Rífandi gangur er nú hjá okkar mönnum Ólafsfjarðarmegin ekkert vatn að angra þá lengur og vonandi eru þeir komnir á beinu brautina þó fyrr hefði verið. það var hamagangur hjá þeim að keyra út þegar ég fór þar framhjá um kvöldmat í gærkveldi, hver búkollan af annarri kom út til að losa og ekki var annað að sjá enn gleðibros á þeim sem voru að keyra út úr göngunum.
Nú eru aðeins tveir og hálfur kílómetri eftir????
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vatnasport
16.8.2008 | 20:37
Það var nú erfitt að halda sér á Banannatuðrunni sögu krakkarnir sem voru að leika sér á Ólafsfjarðavatninu í góða veðrinu í dag, en það var lán að ekki þurftu þeir að synda mikið, gátu nánast vaðið í land eða brölta aftur upp á tuðruna og fá sér aðra salíbunu, en beygjurnar voru oftast erfiðastar hjá þeim, enn grunur minn er sá að sá sem stjórnaði ferðinni á tuðrunu hafi gert það með ásettu ráði að fara í snöggar beygjur og þá mistu krakkarnir jafnvægið og flugu af tuðrunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á, Sjóóóóóó
13.8.2008 | 19:28
Trillubátasjómenn eru nú að keppast við að fiska upp í kódann sinn áður enn nýtt kódatímabil byrjar enn nýtt veiðitímabil byrjar 1. September. kærkomin blíðan sem hefur verið undafarna daga gefur þeim nú tækifæri að ná því marki að fiska þessi kíló sem eftir eru hjá þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fiskidagurinn Mikli
10.8.2008 | 15:47
það var margt um manninn á súpukvöldinu á Dalvík bærinn fallega skreyttur og mikil stemming yfir öllu og fiskisúpa í öðru hverju húsi til boða handa gestum. Ekki var að sjá annað enn það að gestirnir skemmtu sér vel í góða veðrinu og fiskihátíðin rétt að byrja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Héðinsfjarðargöng
8.8.2008 | 11:36
Gröftur Héðinsfjarðarganga frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðar gekk vel í síðustu viku. Spreingdir voru 68. m, í vikunni og er leingd ganga þeim megin frá 731.m.
Gröftur frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar gekk hægt vegna erfiðra aðstæðna í brotabelti. þar voru spreingdir um 16 m. og er lengd ganga þeim megin frá 3.364 m. Samtals er því búið að sprengja 7.735 m. eða 73, 1 prósent af heildarlengd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sundgarpar í sumarblíðunni
30.7.2008 | 13:37
Bloggar | Breytt 4.8.2008 kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gengið á fjöll í blíðunni
29.7.2008 | 20:19
Blíðan sem hefur verið hér þessa daganna rak nú gamlan manninn til að ganga á fjöll.
Ég hef aldrei farið þessa leið fyrr og fannst því tími komin til að skoða þessa gönguleið sem svo oft er farin þegar gengið er frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar inn Skeggjabrekkudal. Logn og19 gráðu hiti var en sem betur fer lítil sól, það mun varla gerast betra veður til fjallaferða í sumar. Skeggjabrekkudalur er nokkuð langur. Dalurinn er grösugur og eitt allra vinsælasta útivistarsvæði Ólafsfirðinga, enda var hann gerður að friðlýstum fólkvangi 1984 í tilefni af hundrað ára byggð í Horninu þar sem kaupstaðurinn stendur. Berjaspretta er oft góð í dalnum og þá aðallega aðalbláber og krækjuber og sótti fólk mikið þangað til útiveru, enda eru gönguleiðir um dalinn auðveldar.
Dalurinn afmarkast af Ósbrekkufjalli að vestan og Garðshyrnu að austan. Dalurinn blasir allur við frá Kaupstaðnum. Um miðjan dalinn hefur fallið skriðufjall og stíflað hann en áin Garðsá, síðan brotið sér leið í gegn. Skriða þessi er í daglegu tali nefnd Hólar. Þegar komið er fram fyrir Hóla er oft mikil veðursæld. Hólarnir skýla vel fyrir hafgolunni sem er iðulega á heitum dögum og er þar oft logn og hiti á sólríkum dögum og er þar graslendi nokkurt.
Á vetrum er Dalurinn sannkölluð paradýs fyrir gönguskíðafólk og þegar sól hækkar á lofti er oft margt um manninn á dalnum. Þá er hann mikið farin af vélsleðamönnum enda auðveld leið hvort sem farið er til Héðinsfjarðar eða Siglufjörð. Ég veit ekki hvað skarðið heitir en hef oft heyrt það kalla Sandskarð en sumir kallað það Ólafsfjarðarskarð skiptir kannski ekki öllu máli því þessi ganga hjá mér og félaganum sem var ferfætlingur (Depill) og efast ég ekki um að hann hefur örugglega farið þrisvar sinnum lengri leið en ég fór, við að elta rollur og fugla sem urðu á vegi hans, semsagt frábær göngutúr hjá okkur og ekki vantaði útsýnið yfir Fjalladýrðina, mæli með þessari gönguleið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)