Jólagangan mín
27.12.2009 | 21:25
Já ég lét mig hafa það að fara á göngu í dag enda tími til komin að hrista af sér einhverjum grömmum sem hlaðist hafa á mann eftir allt kétátið þessa daganna, enda veðrið eins og best verður á kosið logn og 4.stiga frost. Ég fór nú rólega af stað, en fannst nú ég vera eitthvað þungur á skriðinu en náði nú skriðinu fljótlega enda ekki hægt að láta sjá sig á hraða snígilsins hehehe þó að göngufærið væri Nú ekki það allra besta fram sveitina, en þetta tókst nú bara vel hjá mér, ég mætti nú fullt af fólki sem var nú líka að viðra sig í góða veðrinu með ferfætlinganna sína í leiðinni, held nú bara að það sé eina fjölgunin hér í bæ á þessu ári það séu hundar af öllum gerðum og stærðum hehe fyrir utan hobbí bænda hér sem eru alltaf að stækka bústofninn sinn meira og meira og segja mér að þarna sé fundið fé enda gefur það kannski meira af sér en Hundar, Já svona er nú lífið hér í firðinum fagra.
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 27.12.2009 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.