Snjóflóðavarnargarður
15.8.2009 | 18:03
Já það sýnist sitt hverjum hér í Ólafsfirði um jarðraskið fyrir ofan Dvalarheimilið Hornbrekku þessa daganna, enn verið er að byrja á að byggja og reisa snjóflóðagarð sem á að varna því að snjóflóð fari á Elliheimilið Hornbrekku í framtíðinni, því það er á þessu svæði sem fróðir menn segja eftir nákvæma mælingar að þarna séu mjög miklar líkur að þarna geti fallið snjóflóð í framtíðinni, þó að elstu menn hér segja að þarna hafi aldrei fallið snjóflóð og hvergi til í gömlum fræðum um að snjóflóð hafi nokkurt tíma fallið þarna niður, sem nú að rísa varnagarður.Hefði kannski ekki verið betra að nota þá peninga sem fara í þetta manvirki ekki verið betur varið í eitthvað annað í þessu kreppuástandi hér, það spyr fólkið sem hér býr. Hún verður ekki fögur hlíðin okkar meðan á þessu jarðraski stendur og hvernig verður hún þegar þetta mannvirki er risið þarna.
Athugasemdir
Þetta er ekkert smáræði... Bestu kveðjur til þín og bústýrunnar
Jónína Dúadóttir, 17.8.2009 kl. 08:02
Nonni þetta verður glæsilegt Þetta er komið til að vera og þökkum fyrir að einhverjir fá vinnu við þessar framkvæmdir. Alla vega finnst fólkinu á Hornbrekku gaman að fylgjast með þessu, smá líf í kringum það á meðan.
Alltaf spurning í hvað á að nota peningana svo sem. Hefði sjálf kosið að ríkið hefði keypt Hornbrekku og byggt hefði verið nýtt hús á öðrum stað, en það þótti of dýrt. Held að Hornbrekka hefði sómt sér vel sem sumarhótel til heilsubótar.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 18.8.2009 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.