Svipmyndir frá 17 Júní í Ólafsfirði
18.6.2009 | 15:21
Það viðraði ekki nógu vel hjá okkur á sjálfan þjóðhátíðadaginn þetta árið enda man ég ekki svo langt aftur í tíman en þetta sé að verða hefðbundið þjóðhátíðarveður hjá okkur og létum það ekkert stoppa okkur að kíkja á hátíðarhöldin sem fram fóru sunnan við Tjarnarborg og hafa verið svona hefðbundin undanfarin ár, þó aðallega fyrir æskuna okkar það mátti líka sjá Mömmur og Pabba og Ömmur og Afar innan um og kannski líka langömmur og langafar. ég var nú ekkert duglegur að mynda herlegheitin en fékk nú hjálp frá sonarsyninum mínum Markúsi sem fannst þetta bara gaman að mynda fyrir Afa sinn.
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 19.6.2009 kl. 06:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.