BANDÍMÓT Skemmtihátíð Ársinns

IMG 8651

Á Laugardaginn 9.Maí verður hið árlega bandímót Okkar Ólafsfirðinga. hefst það með skrúðgöngu frá Tjarnarborg kl.10.00  þetta er okkar besta skemmtun  þótt víðar væri leitað. Þessi skemmtun er sér Ólafsfirsk hönnun og fundin upp hér í Ólafsfirði af hugmynda ríkum innfæddum Ólafsfirðingum  og verður alltaf skemmtilegri með hverju árinu sem líður. Engin sem hefur tök á því, má því ekki missa af þessari uppákomu okkar hér, því sjón er sögu ríkari. það má nú segja að það ríkir mikið leynd í bænum og fáir á ferli þessa daganna því allir eru í felum við hönnun á búningum og eru að reyna að vera með flottustu búninganna enda mikið lagt í þá fyrir þessa skemmtun sem springur út á Laugardaginn með pompi og prakt. Ég hlakka mikið til, og segi því góða skemmtun Fjallabyggðarbúar (Nokkrar myndir frá mótinu frá því í fyrra eru í albúmi Bandímót)  Klikkið á nýja lagið er hér Bandýlaginu 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Alltaf gaman á Bandýmóti

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.5.2009 kl. 16:24

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott ! Góða skemmtun

Jónína Dúadóttir, 6.5.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband