GLEÐILEGT SUMAR
23.4.2009 | 17:25
Já Sumarið er komið, allavegana á tímatalinu. Við sem búum hér norðan heiðar eigum eitthvað enn eftir að komast í sumarfílinginn, en snjór er nú óðum að bráðna af lóðum og þá fara nú vorverkin á fulla ferð hér hjá okkur. Enn er nú hægt að fara á skíði og snjósleða og er hver að verða síðastur að fara í snjósleðaferðir meðan snjór er enn í dölum og fjöllum því nú fer snjórinn að hverfa með hverri vikunni sem líður. Svo brá við að á sumardagsrúntinum hélt ég að ég væri að sjá sel undan Brimnestönginni en þegar betur var að gáð var þetta brimbrettari sem var að æfa sig í sjónum en hann hefur kannski viljað hafa öldurnar stærri en lét sig þó nægja þetta í bili og fannst mér hann bara standa sig vel, enda örugglega ekki í fyrsta skipti að mér sínist. Ég var með myndarvélina með mér og tók þessa myndir af brimbrettaranum þegar hann náði einni öldunni. Myndir í albúmi (Brimbrettari)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.