Vor í lofti
5.4.2009 | 17:41
Bara að láta vita að ég er ekki búin alveg að gleyma síðunni minni þó ég sé nú komin á feisið og er að ná áttum þar, mér finnst það nú ekkert voða spennandi þar en næ kannski betur í sambandi við vini og ættingja þar og get því fylgst betur með hvað þeir eru að bardúsa hehehe. Já nú er farið að vora hér á tröllaskaganum eftir leiðinda snjóakafla en bara gott að fá þennan snjó fyrir páska svo maður geti nú fengið sér salíbunu í fjallinu með barnabörnunum mínum hvort sem það verður á þotu ,skíðum eða bara á gömlu dragsleðunum ef þeir eru nú ekki horfnir fyrir þessum öllum nýjum tólum sem eru í tísku í dag Ég fékk mér nú göngu í morgun um bæinn okkar með einu barnabarni mínu, honum Kareli Bent sem er komin er alla leið frá Grindavík til að vera hjá Afa og Ömmu um Páskanna við komum við hjá Hjá Vigfúsi Árnasyni og Magnúsi Jónssyni þar sem þeir voru að setja saman Torfæruhjól og Vespur en þeir eru með aðstöðu þar sem Netagerð Kristbjargar var áður til húsa enda brjálað að gera hjá þeim þegar vora tekur í þessu bransa. Á þessum stað fílaði Afastrákurinn minn sig vel, og ætlaði ég aldrei að nást þaðan út enda áhuga maður um svona sporttæki og þurfti að prufa að setjast á öll þessi tæki og tól og lét sig dreyma.Já svona er nú lífið hér fyrir norðan.
Athugasemdir
Bestu kveðjur í kotið
Jónína Dúadóttir, 6.4.2009 kl. 05:53
Ekki vissi ég hvað fram fer í gamla netaverkstæðinu, svo alltaf fréttir maður eitthvað nýtt hér á blogginu.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.4.2009 kl. 10:28
Já Ásta mín það eru þessi sprotafyrirtæki sem eru allstaðar að koma í ljós núna í kreppunni. Enn þetta fyrirtæki fer bara vel af stað að sögn eigandanna
Jón Hans, 6.4.2009 kl. 11:14
Mikið er það gleðilegt að þetta sýnir lit að það ætli að ganga hjá þeim
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.4.2009 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.