Útivistardagur í Fjallabyggð Eystri
1.3.2009 | 20:05
Já já ekki vantaði góða veðrið í dag hér í Fjallabyggð eystri, enda var tækifærið notað vel til útivistar í dag bæði fyrir göngufólk á skíði og sleðum upp um öll fjöll því veðrið gerist ekki betur hér norðan heiðar en dagurinn var í dag. ég fór á mínum fjallabíl upp á Láheiði í dag til að njóta fjallasýninnar og sólarinnar sem best og kom heim hress og kátur og kaffi brúnn að mér fannst (kell) í rjúkandi súkkulaði og vöflur hjá bústýrunni minni eftir þessa dásamlegu útivist hjá húsbóndanumí dag. Já já já það er ekki spurning það eru forréttindi að búa á svona stöðum þegar svona dagar koma og þeir koma bara nokkuð oft að mínu mati.
Athugasemdir
Ofsalega fallegt
Jónína Dúadóttir, 2.3.2009 kl. 06:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.