Jólahretið kom, en bara of seint
11.1.2009 | 21:43
Loksins kom jólasnjórin sem ég var búin að bíða eftir öll jólin en bara of seint. mér finnst alltaf miklu jólalegra þegar hvítur snjór er yfir öllu þá fyrst njóta jólaljósin sín miklu betur og bjartara verður yfir bænum okkar. það verður allt miklu drungalega í svartasta skammdeginu þar sem mjöllin nýtur ekki við og ekki eins jólalegt að mér finnst þegar engin snjór er á jólum enda gerist það mjög sjaldan hjá okkur sem búum hér norður á Tröllaskaganum. Ég var mátuleg búin að bjarga ljóla ljósunum inn í skúr þegar norðan hretið kom og er því vel sáttur við þetta hret okkar enda komin tími fyrir skíða og göngufólkið okkar að komast á skíði það verður bara að hugsa aðeins lengra en bara um sjálfan sig og lofa þeim sem öllu ræður eða náttúrunna að ráða hvernig þessi vetur verður og skella sér þá bara í sund ef allt fer á kaf í snjó, því engin skíði á ég til að taka fram og sennilega komin úr allri þjálfun að halda jafnvægi á þessum mjóu gönguskíðum í dag því allir eru nú með flottustu græjurnar og gömlu breiðu gönguskíðin (tunnustafirnir) sem maður kallaði og átti hér í gamla daga löngu horfnir og heyra bara sögunni til.
Athugasemdir
Bara gott að fá snjóinn
Jónína Dúadóttir, 11.1.2009 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.