"Svarthvítt í lit "Málverkasýning Freyju

img_1474.jpg

Ólafsfirðingurinn Freyja Dana Kristjánsdóttir var með málverkasýningu í lysthúsi í fjallabyggð í Ólafsfirði um helgina eða Laugardaginn 3.jan. og sunnudaginn 4.jan. Freyja hefur verið í myndlystarnámi meira og minna síðustu 10 árin og hefur meðal annars notið kennslu Damians Callan í Edinborg. Hann er þekktur í Bretlandi fyrir myndlist sína og hefur verið meistari hennar síðustu 6. árin. Auk þess hefur hún undafarin ár numið myndlyst við myndlistarháskóla í Edinborg (Edinborg College of Art) og í Aegean Centre for the Fine Art á grísku eyjunni Paros.  Þá hefur hún sótt þekkingu til Ástralíu, Bali og New Orelans.

Þetta eru verk sem gert er eftir svarhvítum ljósmyndum sem móðir mín Ásta Helgadóttir, tók árið 1956 hún var góður áhugaljósmyndari.

Flestar eru þær teknar á jörð foreldra föður míns, Kristján Hilmars Jónssonar. Freyja segir verkin því vera bernskumynningar. "Frá þeim tíma sem allt var bjart og fullkomið. Mig langaði að gera myndir frá mínu upphafi og eftir að hafa skoðað ljósmyndirnar varð þessi sýning til.  það er þrjátíu andlitsmyndir, sumt fólk þekki ég, annað ekki.  Þegar ég byrjaði að mála myndirnar tóku litirnir að birtast."  Sagði Freyja.

Þetta eru stórar og litfagrar myndir.  "þetta eru litir sem ég man sem barn. Sólargulur litur sem rennur í gegnum strigann  og minnir á hvað allt var saklaust og allir voru hamingjusamir með það sem þeir höfðu. Þegar kex og djús var með því besta sem krakkar fengu og voru glaðir með.

Þá stóð engin upp úr og engin heldur niður úr."   Freyja var eitt ár að vinna myndirnar og það kom ekki til greina að hætta við þótt bakslag hafi komið í efnahag Þjóðarinnar. Nú er meiri þörf fyrir svona sýningar.

(Fleyri myndir í Albúmi, Ýmsar myndir) Heimasíða Freyju http://freyjadana.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Blómstrandi menningarlíf hjá ykkur

Jónína Dúadóttir, 6.1.2009 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband