Málverkasýning í Lysthúsi Ólafsfjarðar
2.1.2009 | 19:13
Svavar Guðni Gunnarsson var með málverkasýningu í listhúsi Ólafsfjarðar um jólin. Svavar bjó hér í Ólafsfirði fyrir rúmum 40 árum byggði hér bifreiðaverkstæði og rak hér í 9.ár Svavar fluttist til Akureyrar og gerðist kennari í verkmenntaskólanum þar í rafmagnsfræði. Svavar Gunnarsson hefur nú alltaf haft miklar tilfinningar til Ólafsfjarðar, hann hefur nú komið sér upp aðstöðu hér í Ólafsfirði fyrir listamenn til að vinna hér að list sinni og sýna hana. Það hefur nú alltaf blundað í Svavari að mála, veturinn 47-48 fór hann meðal annars í frístundarskóla og lærði þar grunnteikningar og eitthvað í mála. Svavar hefur nú verið að mála í frístundum sýnum og meðal annars sýnt verk sýn í Iðnskóla Akureyrar og Vín í Eyjafirði.Kannski verður nú meiri tími fyrir Svavar að sinna þessu áhugamáli sínu eftir að hann hætti að kenna.
Þess skal getið hér að listhús Svavar stenndur á sömu lóð og Svavar byggði bifreiðarvertstæði sitt á, en mun glæsilegra í dag.
Fleyri myndir í Albúmi: Myndir
Athugasemdir
Mér líst vel á myndirnar hans
Jónína Dúadóttir, 3.1.2009 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.