Göngutúr í ljósaskiptunum

img_1370.jpg

Já það er fallegt jólaveður í firðinum okkar í dag. ég fékk mér göngutúr um bæinn til að ganga af mér grömmin sem koma alltaf á mig á jólunum hvernig sem ég reyni að hreyfa mig og borða minna "skil þetta bara ekki"? og núna er ég sennilega alltof lár miðað við Þyngd og ekki hækkar maður nú með aldrinum, verð sennilega að fara skoða að dengja mér í Herbalife, það er nú að virka hjá sumum og eru þeir að verða komnir í rétta hæð miðað við þyngd" en allt kostar þetta nú einhverja peninga þessar töflur og duft og kannski bara virka þetta ekki á mig er búin að reyna svo margt og gefst alltaf upp fyrir rest, "kannski á ég bara að vera svona í laginu"? og ekki lagast vaxtalagið með aldrinum.  Nú eru að nálgast áramótheitin mín en ég man nú ekki hvort ég hef nokkurn ´tíman heitið því að hækka eða minka á þverveginn í þessum áramótaheitum mínum svo það er nú spurning núna meðan kreppan gengur yfir landið okkar hvort ekki væri nú tækifærið og herða aðeins á sultarólinni og spara mér öll megrunarlif í leiðinni og skoða svo árangin í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Borða aðeins minna, labba aðeins meira, það svínvirkarFalleg mynd

Jónína Dúadóttir, 28.12.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband