Héðinsfjarðargöng

verkframvinda_719253.jpg

"Já það styttist" eins og sagt er.Vonandi lenda þeir ekki í kreppunni okkar þarna inni  og allt stoppist þegar við erum á síðustu metrunum að klára að bora og sprengja og Héðinsfjarðargöngin  að verða að veruleika. Enn það er mikið eftir ennþá þegar gröftur verður búin en vonandi verður hægt að taka þau í notkun fyrir næsta vetur.

 

 

Frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðar voru sprengdir 50 m. og er lengd ganga þeim megin um 14.67 m.

Frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar voru sprengdir 38 m. og neyðarútskot tekið í leiðinni og er lengd ganga þeim megin orðin 4.020 m. og þá eru eftir rúmir 1400 m. og kannski seinni partinn í febrúar fari nú að blása vindar frá Héðinsfirði í gegnum þessi göng. Hver veit!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það verður flott loksins þegar þetta verður tilbúiðKveðjur í kotið

Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Ég og vinir mínir vorum einmitt að gantast með það að það yrði meiri uppákoman ef ákveðið væri vegna kreppu að stöðva framkvæmdir.  Hvað þá???? Ætli við sameinuðumst  með hamar og meitil seinustu metrana.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 5.11.2008 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband