Veturkonungur gengin í garð

img_0852.jpg

Já það vantaði ekki að tímatalið stóðst á almanakinu 1 vetrardag, þá kom veturinn til okkar með fullum þunga og allt fór nánast á bólakaf hjá okkur þessa helgi. Enn öll él birtir um síðir,  og þá er gott að hafa klára kalla til að moka upp blikkbeljurnar sem rétt lofnetið stóð upp úr í dag þegar uppstytta kom, og veðrið gengið niður. Við höfum nú ekki þurft að kvarta undan tíðafarinu í haust, en það er nú komin vetur og vonandi tökum við honum með jafnaðar geði eins og alltaf hér á Tröllaskaganum því við þekkjum ekki annað og fögnum hverri árstíð.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það væri nú svolítið gaman ef sumardagurinn fyrsti væri líka svona stundvísGleðilegan vetur og þakka þér fyrir sumarið kæri mágur

Jónína Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 05:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband