Gæsaganur á Geirabletti
16.10.2008 | 22:39
Þessar Gæsir voru öruggrar um að lenda ekki ofninum hjá einhverri gæsaskyttunni þessi jól, þær höfðu vit á að halda sig innan bæjarmarka á meðan þær voru að næra sig á safaríku grasi á Geirablettinum sunnan við Hótelið í haustblíðunni hér. Eflaust hafa þær þakkað vel fyrir sig áður en þær hurfu upp til heiðar nokkrum grömmum þyngri, og glott við gogg og hugsað um leið að "þarna er ró og þarna er friður hér er gott að koma niður."
Athugasemdir
Þær "glottu örugglega við gogg"
Jónína Dúadóttir, 17.10.2008 kl. 06:12
Meiri gæsagæinn hann Jón
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 17.10.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.