Minningartónleikar í Ólafsfjarðarkirkju

Þarna eru þeir Friðrik og Grétar Örvarson með millirödd

Söngvarinn Friðrik Ómar hélt styrktartónleika í gærkvöldi Fimtudag kl 8.30 í Ólafsfjarðarkirkju vegna sviplegs fráfalls Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur í Dóminíska lýðveldinu á dögunum.  Friðrik sem er frá nágrannabænum Dalvík,þekkti Hrafnhildi Lilju lítillega. "Það eru ekki nema 18 km á milli Dalvík og Ólafsfjarðar það kannast allir við alla" segir hann.

Tónleikarnir áttu upphaflega að vera  hefðbundin hluti af tónleikaferð Friðriks um Norðurland en eftir fráfall Hrafnhildar ákvað hann að breyta þeim  í styrktartónleika,  Rennur allur ágóðinn í styrktarsjóð sem vinir hennar hafa stofna. "Lítið bæjafélag lamast við svona og þá er gott að koma saman og hlusta á músík" segir hann.

Friðrik Ómar þarf vart að kynna en þessi 26 ára söngvari hefur skipað sér í röð fremstu söngvara landsins á örskömmu tíma.

Þetta er í fyrsta sinn sem Friðrik fer eins síns lið um landið en hann hefur áður sungið með Guðrúnu Gunnarsdóttur og fylgt eftir þrem gullplötum þeirra sl. ár með því að syngja í Kirkjum landsins.

Að þessu sinni er Grétar Örvarsson sem leikur undir á píanó og efnisskráin eru meðal annars lög sem Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði vinsæl og fleiri þekkt dægurlög sem Friðrik hefur gaman af að flytja.

Þetta voru frábærir Tónleikar troðfull  Kirkja og góð stemming´.

Friðrik Ómar og Grétar hafið þökk okkar Ólafsfirðinga fyrir frábæra kvöldstund.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 3.10.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband