Vélflugdreki á rúntinum

Flugdreki á rúntinum

 "Úppssss" Ég hef nú oft séð skrítin faratæki fara eftir Aðalgötunni hér í Ólafsfirði þar sem ég á heima, en þetta er nú það furðulegasta  sem ég hef séð á rúntinum, Vélflugdreki á hægu tölti upp Aðalgötu og inn á tjaldsvæðið okkar sem er í miðjum bænum. sem betur fer  var nú lítil umferð sem kom á móti en þess meiri sem kom á eftir þessu faratæki. Held að þessi uppákoma hafi verið eitthvað í sambandi við ættarmótið sem er þessa helgi í Ólafsfirði og því margir á tjaldstæðinu þessa helgi og margar uppákomur hjá þessari ætt. Eflaust hafa einhverir verið hátt uppi þessa helgi en þessi vilja toppa það á örðuvísi hátt og var því hæðst uppi allra á þessu ættarmóti með nýtt hæðarmet.  þess skal getið að ég tók aðra mynd skömmu áður af þessum flugdreka og þá var hann þar sem svona faratæki eiga að vera. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband