Veitt í soðið fyrir Ömmu og Afa
23.6.2008 | 23:22
Bryggjuveiðin hafin hér í Ólafsfirði og ferðamennirnir farnir að koma á húsbílunum og að veða sér fisk í ferðalagið sumir koma þrisvar yfir sumarið, þeir segja þetta paradís til fiskiveiða hér enda allar sortir í gangi ýsa og þorskur í bland hér er ekkert kódastríð allir eiga sama rétt og veiða hér á Hafnagarðinum það er oft gaman að koma þarna og hitta ferðafólk sem kann að njóta þess að veiða sér í matinn. Ég fór í kvöld með tvo barnabörn mín að veiða í soðið og ekki komum við nú með öngulinn í rassinum. Afin hafði nú eingu gleymd í þessari íþrótt og fékk fyrstu ýsuna og svo tóku barnabörnin við steingunum og afinn fór í aðgerð 100 kíló lágu eftir klukkutíma veiðin mest ýsa það voru ánægðir fiski menn sem komu heim til Ömmu með aflabrögðin.
Athugasemdir
100 kíló ! Flott fiskerý það
Jónína Dúadóttir, 24.6.2008 kl. 06:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.