Í sól og sumar il fyrir norðan
6.6.2008 | 19:09
Einmuna blíða er búin að vera hér í Ólafsfirði 15- 20 stiga hiti síðustu daga gróðurinn komin vel á veg sumarblómin komin á sinn stað hjá flestum og skólakrakkarnir að byrja í bæjarvinnunni við að fegra og snyrta bæinn okkar þannig að við ættum að vera í stakk búin til að taka á móti Þjóðhátíðardeginum sem er jú, alveg að skella á. Þótt veturinn sé langur og stundum erfiður og vorhretin stundum að stríða okkur hér á Tröllaskaganum þá held ég að það sé betra að búa hér í kirðinni úti á landi og losna við allt stressið sem fylgir því að búa í Borg, kannski er þetta í genunum í mér hef aldrei hugsað um annað enn að tíminn væri afstæður hjá mér og því ekkert gefin fyrir því að verða borgarbarn enda hefur mér alltaf fundist, að það væru forréttindi hjá þeim sem vilja og geta búið á svona stöðum úti á landi. Maður hefur nú heyrt það stundum þarna fyrir sunnan að sumir þurfi bara að sofa hratt til þess að finna sér tíma í hitt og þetta.
Athugasemdir
Thad eru forréttindi ad fá ad búa sem naest óspilltri náttúrunni Kvedjur úr 28 stiga hita í Gautaborg
Jónína Dúadóttir, 8.6.2008 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.