Gamla steipustöðin rifin

123

Sementstankarnir á gömlu steypustöðinni í múlanum hafa nú verið teknir niður og steypustöðin fjarlægð. Margar hugmyndir hafa komið upp hér í Ólafsfirði milli manna hvað væri hægt að búa til á þessum tveimur sílóum, sumir vildu láta mála karl og kerlingu á tankanna þannig að þegar maður kemur út úr Héðinsfjarðargöngum eða Múlagöngum þá myndi blasa við þeim karl og kerling  og eftir að Siglufjörður og Ólafsfjörður  runnu í eina sæng og urðu að Fjallabyggð, hefði þá ekki verið sniðugt að mála tvo kalla á þessi Síló og þeir skírðir Ólafur Bekkur og Þormóður Rammi loksins sameinaðir. Enn kanski voru þessar hugmyndir bara tóm þvæla og vitleysa eða kannski var þeim aldrei komið á framfæri þeirra manna sem kannski hefðu geta komið þessum hugmyndum okkar í framkvæmd "eða vantaði kannski bara peninga í þetta"?  nei það held ég ekki , þetta hefði ekki kostað það mikið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband