Nýjasta sportið í dag

Lentur

 

 

 

Já, já, það þarf ekki mikið í dag til að koma sér á loft og fljúga um loftin blá. þetta sport hlíttur að verða vinsælt fyrir þá sem hafa áhuga á að sitja í stól með smá mótor og hreyfil á bakinu og fallhlíf og flogið eins og fugl í 4 tíma ef svo ber undir, og skoðað landið frá því sjónarhornið. Ég fylgdist með þessum flugmanni smá stund og þegar hann lenti þá stoppaði hann mótorinn og lenti mjúklega eins og þegar fallhlífarmenn lenda, þó að hann hafi verið með þetta allt á bakinu. þegar hann  var lentur  fór ég að skoða þessi tæki og tól og fanst mér þetta vera nú einfaldara en þegar maður er með fallhlíf í staðin fyrir flugdreka og svo fer nánast ekkert fyrir þessu eða tvær töskur og hoppa upp í bílinn aftur og fara á annan stað.

"Þetta var nú sko eitthvað fyrir mig" en  bara of seint, því í andsk#######voru þeir ekki búnir að finna þetta upp fyrir svona sirka þrjátíu árum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er flott maður ! Hvað ertu að skæla, þú ert nú ekki kominn á grafarbakkann ennþá

Jónína Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 19:53

2 Smámynd: Jón Hans

 Sæl  mágkona. Hehehehe nei nei, vonandi er ég ekki komin á grafarbakkann ennþá og ekki vantar nú kjarkin í þetta hjá mér heldur, en ég yrði sennilega stoppaður af bústýrunni minni ef ég ætlaði að fara að stunda svona ævintýri í dag hún heldur kanski að komist ég á loft muni ég sennilega aldrei koma niður aftur.  

Jón Hans, 27.5.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sæll mágsi minn, ætli bústýran þín hafi ekki bara rétt fyrir sér eins og oftast áður

Jónína Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband