Vermundarstaðir fær nýtt þak
23.4.2008 | 23:44
Ég skrapp inn í fljót í dag í Sólinni þegar ég kom til baka var verið að skipta um járn á þakinu á Vermundarstöðum hér í sveitinni.Ég stoppaði þar og fór að spjalla við Björn Ara hvað væri í gangi á Óðalinu hans Mikka. Var þetta hús kanski orðið 4.bala hús eins og gárungarnir segja þegar loftið er orðið eins og Tesía og balar í hverju horni. Björn bauð mér í körfuna og lyfti mér til að taka myndir Frá því sjónarhorni, Ekki neitaði ég þessu boði, fór í körfuna hann lyfti mér eins hátt upp í loftið og hægt var svo útsýnir væri betra fyrir myndatökur smá fiðringur fór um líkamann minn þegar í loftið var komið og leit niður, ég tók myndir í hvelli og bað Bjössa svo að slaka mér niður því ég var ekki eins kaldur og ég hélt. en þetta blessaðist nú allt saman, enda öllu betra að vera jarðbundin við að taka myndir enn að hanga upp í einhverjum körfuKrana við myndatökur.
Athugasemdir
Frábært ! Þegar ég skoðaði myndina skildi ég ekki hvernig þú hefðir eiginlega náð þessu sjónarhorni
Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 05:56
Já og gleðilegt sumar !
Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 06:13
Já sömuleiðins. Mér datt svona í hug Málsháttinn þegar ég var komin hátt á loft."Hátt hreykir heimskur sér" því ég var skítrættur þegar ég leit niður úr körfunni. en þó það sé nú annað mál voru bræðurnir nokkuð farnir að spá í það að GUMMI verður 70 ára 6. Mai Kv Nonni
Jón H. Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:53
Ekki þeir nei, þetta eru bjöllusauðir. Það er bara ég sem er eitthvað farin að frekjast í sambandi við þetta Hátt hreykir heimskur sér..... en heimskari sá sem neðar er
Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 19:18
En þið ? Einhverjar hugmyndir ?
Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 20:08
Nei .ætlaði að heyra hvort bræðurnir væru með eitthvað á prjónunum en það var kanski bara bjartsýni hjá mér
Jón Hans, 24.4.2008 kl. 21:20
Æi þeir láta bara eins og þeir asnar sem þeir eru, þegar ég fer að tala um þetta Já þú ert sannarlega bjartsýnn mágur sæll
Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.