Ný gata og uppfylling

Bakkabyggð

Framkvæmdir við uppfyllingu og nýja götu er hafin hér í Ólafsfirði. það þarf að fara mörg ár aftur í tíman til vita hvenær var ný gata og uppfylling fyrir lóðir við hana  á dagskrá síðast. þessi uppfylling er á svonefndum flæðum syðst í bænum við Ólafsfjarðarvatn og kæmi mér ekki á óvart að gatan yrði látin heita Bakkabyggð, því Allar götur þarna enda á byggð. Vonandi verður þetta einhver vísir að uppbygging sé hafin á ný hér eftir langa stöðnun og íbúar megi nú fara að líta björtu augum á það að nú sé framundan betri tíð með blóm í haga, og  nú sé að hefjast nýr kapituli  hér á ný  með batnandi samgöngur bæði í Vestur og Austur. Vonandi eigum við eftir að sjá Fjallabyggð rísa af værum blundi eftir langan þyrnirósasvefn  með nýjar hugmyndir og framtíðarsýn hér í Fjallabyggð Eystri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábært, þar sem er líf þar er von

Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband