Vor í lofti

Freymundur ÓF

Já það vantar ekki að vorið sé farið að gera vart við sig hérna í Fjallabyggð Eystri, sól og logn og rennisléttur fjörðurinn dag eftir dag. Snjórinn að bráðna undan hækkandi hitastigi með hverri vikunni sem líður og Sumardagurinn fyrsti eftir tæpa viku. þessi vetur hefur verið frekar snjóléttur miðað við hér áður, og komum við bara vel undan  vetri, og alltaf er það nú gaman þegar sól hækkar á lofti og daginn fer að lengja og grásleppukarlarnir hér komnir á fullt, og geta nú svo farið á bryggjuna og sníkja sér Rauðmaga í soðið hjá þeim "sem við köllum nú vorboðann ljúfa". þetta allt er nú staðfesting á að vorið sé nú lokksins komið og sumarið sé framundan með allri sinni dýrð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ó já loksins hillir undir vorið

Jónína Dúadóttir, 19.4.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband