Snjórin í Grindavík
7.3.2008 | 20:50
Já svona var nú umhorfs hjá flatlendingunum í Grindavík í vikunni sem leið,allt á kafi mætti halda að þessi mynd væri tekin fyrir Norðan. Ég skrapp í heimsókn til Grindavíkur í vikunni og lá við að ég yrði að moka mig bæði inn á kvöldin og út á morgnanna hefði betur tekið með mér skíðin í þessari ferð heldur en bröltast um á bíldruslunni á milli bæja. Núna á ég betur með að skilja hvað er í gangi þarna fyrir sunnan þegar öll umferð er í uppnámi og allt á kafi í snjó því það tekur langan tíma að læra að keyra við svona aðstæður og því margir sem lenda í vandræðum því margir bílar eru nú ekki tilbúnir að takast á við þessar aðstæður þarna þegar svona viðrað sem má segja að sé nú afar sjalgæft á þessum slóðum.
Athugasemdir
Hvernig er þá umhorfs á Ólafsfirði þessa dagana ? Það snjóar nú oft duglega þarna hjá ykkur
Jónína Dúadóttir, 8.3.2008 kl. 10:15
já það var bara í gamla daga nú heyrir það sögunni til. Það er á mörkunum að skíðalyftan hjá okkur getur verið í gangi, okkur vantar frekar snjó. þessi vetur hefur verið alveg einstakur, þurfum ekki að hafa mikið fyrir snjónum það sem af er vetri, og hef ég ekki tekið snjó skóbúluna út ennþá.
Jón Hans, 8.3.2008 kl. 11:11
Æi er það ekki bara allt í lagi, nema auðvitað fyrir skíðafólk og snjósleðaeigendur. Hugsa að flestum öðrum sé nokkuð sama þó það sé ekki allt fullt af þessu hvíta út um allt
Jónína Dúadóttir, 8.3.2008 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.