Þorrin gengin í garð
27.1.2008 | 21:25
það er nú ekki hægt að segja annað en að það sem af er vetri ef að vetur á að kallast hér norðan heiðar, hafi bara verið með eindæmum góður litill snjór og oft stillt og bjart þvílík beiting á veðrinu sem hefur verið að þróast hér undanfarin ár er engum líkur. Hér áður fyrr á þessum tíma sá maður varla á milli augna fyrir stórhríð og norðan roki dag eftir dag og allt komið kaf, húsnúmerin komin upp á skorteininn svo að pósturinn viti hvaða hús er þarna undir skaflinum og átta sig á í hvaða götu hann er staddur og sjóskóflurnar seldust hér eins og heitar lummur og blaðið á þeim alltaf spegilfægt allan veturinn, en nú er öldin önnur skóflurnar farnar og komnir strákústar í staðin við dyrnar til að bursta þessi fáu snjókorn af fótunum og allur snjómokstur heyrir nú sögunni til frá dyrum og gluggum. Nú sýnir maður gestum bara gamlar snjómyndir og segir já svona var nú þetta í gamla daga.
Athugasemdir
Þú ert þá orðinn flinkur með sópinn mágur sæll
Jónína Dúadóttir, 27.1.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.