Fjallaröllt í Tindaöxl

Finnurinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Það var nú ekki annað hægt en að bregða sér í smá fjallagöngu ofan við bæinn minn í þessari blíðu í dag. Sólin að hækka á lofti og farin að skína í efstu toppana hér á Tröllaskaganum. Það hefði nú einhverjum þótt hér áður fyrr að fótabúnaðurin minn væri ekki samkvæm tímatalinu þegar allt ætti að vera á kafi í snjó hér, þá var ég nú bara í strigaskóm. Þessi gönguferð mín var liður í áætlun að ná einhverju af jólakílunum sem hlaðast alltaf utan á mig á þessum tíma, og er ég stundum langt fram á vor að hrista þau af mér, ég ætti nú svo að vita það þegar maður er komin á þennan aldur  þá fara nú þessi aukakíló öll á þverveginn því maður er löngu hættur hækka frekar lækkar maður með aldrinum, hef tekið eftir því alla vegana seinustu árin hjá mér eða kannski alltof  "lár miðað við þyngd" Hehe 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag, það hefur þá verið svipað hjá þér og var hérna í okkar fjalli. Falleg fjallasýn

Jónína Dúadóttir, 13.1.2008 kl. 07:12

2 identicon

sæll Nonni, varð bara að vera kurteis og kvitta fyrir innlitið! alltaf gaman að fá fréttir og myndir úr fegursta firði landsins! en allavega, gleðilegt nýtt ár kallinn kveðja villi /nínu og dabba

villi... (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Jón Hans

Sæll villi minn og gleðilegt nýtt ár og þakka þér fyrir innlitið á síðunna og öll gömlu árin kallin minn já ég hef nú alltaf haldið því fram að það væru foréttindi að búa hér Hehehe. guð geimi þig.

Jón Hans, 14.1.2008 kl. 14:14

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Greinilega Ólafsfirðingur hann Villi/ Ninu og Dabba. Mér finnst þetta svo flott með nöfnin, fer ekkert á milli mála hver er hver  Bestu kveðjur frá Ninnu/Evu og Dúa og líka frá Jóa/Öldu og Jóa

Jónína Dúadóttir, 16.1.2008 kl. 09:19

5 Smámynd: Jón Hans

Já þetta með nöfnin hér á fólkinu þetta er sér Ólafsfirskt fyrirbrigði. ég hríngdi hérna í konu um dagin og sagði Jón hans rafn hérna meginn þetta er kona sem þekkir mig mjög vel hún spurði mig þegar ég var búin að tala smá stund við hanna hver ég væri þá sagði ég þetta er Nonní Lóu og þá var mikið hleigið á hinum endanum. en hver er Guðmunda Ólöf jú það er bústýran mín hún Lóa. svona er þetta hér í bæ.

Jón Hans, 16.1.2008 kl. 11:44

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 16.1.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband