Vor í lofti í Janúar
8.1.2008 | 20:11
Svona er nú veðrið búið hér í Ólafsfirði yfir öll jólin eins og vorið væri á næsta leiti. Enn það er nú bara rétt að byrja janúar og tíðafarið gjörsamlega búið að rugla mann í árstíðunum, þegar hitin er skoppa upp í 13 stig yfir daginn. það má segja með góðri samvisku að 2,svar sinnum hefur maður í vetur svona áttað sig á þegar hefur snjóað og jörð orðin alhvít þá hefur maður haldið að nú væri veturinn að koma og byrjað að græja vetrabúnaðinn sinn, þá hefur það bara reynst óskhyggja ein hjá manni, og fyrirhöfn tímasóun að vera nokkuð að pæla í að vetur konungur væri á næsta leiti hér á Tröllaskaganum, og láta vetrabúnaðinn bara vera þar sem hann er og ekkert að vera spá í veturinn lengur og fara bara að huga að voráhöldunum mínum.
Athugasemdir
Get bara ekki hætt að dáðst að því hvað þú tekur góðar myndir
Jónína Dúadóttir, 10.1.2008 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.