Jólasnjórinn komin

IMG_7103Ég var nú farin að óttast að við hér á Tröllaskaganum fengjum ekki jólasnjóinn okkar hér í fjallabyggð Eystri þetta árið, en hann kom nú blessaður í dag. Mér finnst nú alltaf  jólalegra þegar snæfisþakin jörð er og snjór í trjám og runnum og í kringum jólaljósin okkar. Nú er bara að koma sér í jólagírinn og fara að rifja upp gömlu jólalögin með börnum og barnabörnum þannig að maður standi nú ekki alveg á gati þegar á reynir minnsta kosti að fara svona einu sinni yfir Kvæðin sígildu"nú er hún Gunna á nýjum skóm og jólasveinar einn og átta, og gekk ég yfir sjó og land og fl. þetta ætti nú svo sem nú ekki að verða neitt vandamál með textan á þessum hefðbundnum jólavísum eftir að hafa hlustað og raulað þau í rúm 60 ár en það er bara spurning með röddina kannski hefur nú ryk fallið á hana síðustu árin þannig að það sé nú komin tíma til að hreinsa hana eitthvað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það kom líka jólasnjór hér í gær, bara eins og eftir pöntun, frábært

Gleðileg jól !

Jónína Dúadóttir, 24.12.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband