Jólaljósaskreytingar
11.12.2007 | 20:52
"Já" þeir eru nú duglegir hér í fjallabyggð Eystri við að skreyta húsin sín. Ég fékk mer smá heilsubótagöngu í góða verðinu í ljósaskiptunum í dag og skoðaði jólaskreytingarnar á þeim húsum sem voru komin í jólabúningi og klár að taka á móti skammdeginu þegar birta nitur ekki við nema 2-3 tíma á Sólarhringnum og skammdegið í hámarki. Enn það er nú líka hægt að ofskreyta húsin sín líka, það verður að passa það (Lúkkið) "fyrrgefið orðalagið" í skreytingunni sé í nokkru samræmi við Húsin Trein og garðinn þannig að ljósin fái að flæða og mynda fallega umgjörð um það sem skreyta á. Mér sýnist þetta nú að vera að takast hjá flestum og Bæjabúum og þeir nokkuð meðvitaðir hvernig á að gera þetta og ljósaskreytingarnar séu alltaf að verða fallegri og fallegri með hverjum jólum enda er úrvalið af jólaljósunum og jólafígúrum alveg ótrúlega mikið í dag og ekkert dýrt miðað við svo margt annað sem fylgir þessum blessuðum jólum. Og farið nú varlega í stigunum og þegar þið eru að setja upp jólaljósin ykkar svo að allir geti verið heilir á jólunum í faðmi fjölskyldunnar.
Athugasemdir
mér sýnist þetta vera mjög fallegt og smekklegt. Eruð þið búin að skreyta hjá ykkur ?
Jónína Dúadóttir, 11.12.2007 kl. 22:11
Já já löngu búin að skreita er að smá auka álagið er með rafverktaka í þessu svo allt springi ekki í loft upp og svínghjólið í rafmagnstöflunni svifi ekki eitthvað út í loftið He hehe.
Jón Hans, 13.12.2007 kl. 20:50
Skynsamur maður !
Jónína Dúadóttir, 14.12.2007 kl. 06:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.