Allt á floti
4.11.2007 | 13:16
Það er búið að vera mikið álag á mér síðustu þrjár vikur að koma íbúðinni minni í stand og hef því lítið geta sinnt þessari Blogg síðu minni. en vonandi fer þessu að ljúka í bili. Ég þurfti að brjóta upp gólf og rífa allt niður í eldhúsi og þvottahúsinu vegna ónitar lagnir í gólfi og skipta um allt alla leið út úr húsinu bæði heita og kalda vatn. það var því ekki komist hjá því enn að íbúðin mín var næstum fokheld á tímabili meðan verið var að koma þessu í lag aftur. Enn ég fékk góða aðstoð við að koma þessu í lag aftur frá Heiðurshjónunum Onna og Álfheiði frænku og Einari Þórarins sem hjálpaði okkur að leggja leiðslunnar í gólfinu. þetta var og er mikil vinna en samt unnin á met tíma að ég held. Vonandi verður þetta allt búið þegar afventan rennur í garð.
Athugasemdir
Ja hérna, þetta var rosalegt ! Gott að eiga góða að í svona veseni og gangi þér vel með restina
Jónína Dúadóttir, 4.11.2007 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.