Gránað í fjöll

Ólafsfjörður Það er farið að verða hauslegt í firðinum okkar, farið að grána í fjöll og haustlitirnir í fjöllununum að koma betur og betur í ljós. við þurfum ekki að kvarta undan sumrinu það var gott en heldur í þurrari kantinum.  Berjaspretta góð þannig að það má segja að við hér á Tröllaskananum erum bara nokkuð vel búnir að taka á móti þessu hausti og vetrinum sem framundan er í þetta sinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er alltaf svo fallegt fyrst á haustin, þó að tilhugsunin um komandi vetur sé ekki mjög hlýleg Kveðjur héðan úr Fjallakofanum, erum að skella okkur austur á Reyðarfjörð á eftir, til Svans og Fríðu. Tvöfalt afmæli hjá Halldóru, sem verður 8 ára og Rebekku, sem er rétt orðin 7 ára. Ætlum að koma aftur á morgun, vonandi leyfir veðrið það 

Jónína Dúadóttir, 22.9.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Jón Hans

Já það er nú meira flakkið á ykkur.  það er svo mikið að gera hjá mér að ég kemst ekki einu sinni til Akureyrar. Fór suður á Hótel sögu á umdæmisþing KiwanisKóm heim þá tók blaðamenskan við hjá hellublaðinu sem gefið er út hér í fjallabyggð síðan er ég að æfa með kirkjukórnum svo er ég að bera út í öll hús á mðvikudögum í hverri viku svo þarf ég að mæta á stjórnaskiftafund á húsavík 30 sept. og svo er ég í vinnu 5 daga vikunnar hjá teingdasyninum í harðfiskinum þannig að ég er bókaður allveg fram að jólum.

Jón Hans, 22.9.2007 kl. 19:58

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er greinilega snarbrjálað að gera hjá þér, þú ert ekkert að drepast úr neinu aðgerðarleysi Sérðu fram á að fá eitthvað jólafrí ?

Jónína Dúadóttir, 23.9.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband