Svanaþíng á Ólafsfjarðarvatni

2

Það er nú langt síðan ég var hér, enda verið á flakki og lítið verið heima, en er nú komin heim og reyni að láta í mér heyra og láta eitthvað myndaefni fylgja með.

Ég fór í dag hringferð í kringum vatnið í góðaveðrinu í dag og rakst þá á þessi þrenn Svanahjón og ein voru með einn unga enda grár á litin ennþá. Það hefði mátt halda að þessi hópur væri kannski að spá í hvenær þau ættu að halda á brott héðan, áður en haustið skellur á með kólnandi veðri.  Mér sýndist nú einn þeirra aðallega hafa orðið og leggja mikla áherslu á það sem hann var að predika um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Velkominn aftur Skemmtilegar myndir ! Við vorum að koma úr Vaglaskógi, síðasta útilegan á árinu, nú verður tjaldvagninum lagt fram á vor. Siggi Kittý og Gummi Gumm og Nut voru líka, samt býsna rólegt bara

Jónína Dúadóttir, 9.9.2007 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband